Það er ýmislegt sem hægt er að ræða eftir þessar síðustu umferðir í enska boltanum. Eftir flotta byrjun á árinu hefur Manchester United nú tapað tveimur af síðustu þremur leikjum í ensku deildinni og spilamennska liðsins ekki beint verið að heilla. Liðið er enn sem stendur í 2. sætinu, þar sem það hefur verið frá því í 6. umferð, fyrir utan stutt stopp í 3. sætinu í lok árs 2017. En liðin sem eru þar rétt fyrir neðan nálgast og framundan er 11 umferða barátta fjögurra liða um þrjú laus sæti í Meistaradeild Evrópu að ári.
Pistlar
Góð byrjun heldur áfram, meira samhengi
Aftur er dagskráin hjá Manchester United trufluð af landsleikjahléi. Í þetta skiptið fengum við þó fleiri leiki fyrir hlé og áfram heldur hin góða byrjun Manchester United á þessu tímabili. Tveir flottir sigrar í Meistaradeildinni, öflug frammistaða í deildarbikarnum og svo lítur deildin svona út:
Eins og kom fram í sambærilegum pistli mínum fyrir mánuði síðan þá segir góður árangur í byrjun tímabils alls ekki alltaf fyrir um hvernig tímabilið spilast í heild sinni. En að sama skapi þá vitum við að José Mourinho elskar að byrja vel. Ég ætla aðeins að halda áfram að setja upphaf þessa tímabils í samhengi en þó með töluvert öðruvísi áherslum en síðast.
Féll José Mourinho á fyrsta prófi vetrarins?
Eins og flestir vita gerði Manchester United 2-2 jafntefli við Stoke City á Bri … Bet 365 vellinum í gær. Það er svo sem margt verra í þessum heimi en að knattspyrnulið í Englandi vinni ekki knattspyrnuleik en það er eitthvað við jafntefli gærdagsins sem situr í mér. Ég ætla að reyna fara yfir það hér að neðan. Eina jákvæða við þennan leik er að Darren Fletcher er fyrirliði Stoke City og hann á allt gott skilið. Ég samgleðst honum en pirra mig yfir öllu öðru varðandi þennan leik.
Góð byrjun sett í smá samhengi
Það er óhætt að segja það að Manchester United hafi byrjað frábærlega í ensku úrvalsdeildinni þetta tímabilið. Þrír sigrar í þremur leikjum, fullt af mörkum skoruð og ekkert enn fengið á sig. Sú frammistaða hefur skilað Manchester United aftur á kunnuglegar slóðir í töflunni:
Þetta er fallegt en við vitum nú öll að það er alltof lítið liðið af tímabilinu til að fara að gera ráð fyrir titilbaráttu út tímabilið. Það hlýtur þó alltaf að vera betra að byrja vel en illa. Eða hvað, er það kannski ofmetið? Lítum aðeins á smá samanburð við fyrri tímabil.
Keppnistímabilið 2017-18 – Spekingar spá
Loksins! Loksins!
Boltinn byrjar að rúlla af alvöru um helgina!
Ritstjórar Rauðu djöflanna settust fyrir framan tölvurnar og færðu hugsanir sínar fyrir komandi tímabil í letur. Við spáðum líka eins og fyrri ár fyrir um lokaniðurstöðuna í deildinni
Já, þrír ritstjórar spá United meistaratitli hvorki meira né minna, og þrír spá öðru sætinu! Við höfum reyndar áður verið svona bjartsýnir…