Wayne Rooney var aðeins 18 ára gamall þegar hann kom til Manchester United frá Everton. Nú, 13 árum síðar, snýr Rooney aftur til Everton sem markahæsti leikmaður enska landsliðsins sem og markahæsti leikmaður í sögu Manchester United. Það kom víst ekkert annað en Everton til greina hjá Rooney – frægð og frami í Bandaríkjunum eða hafsjór af peningum í Kína heilluðu ekki drenginn frá Liverpoolborg – hann vildi bara fara heim á Goodison Park.
Pistlar
Takk fyrir okkur, Zlatan
Nú þegar komið er í ljós að Zlatan Ibrahimovic fær ekki áframhaldandi samning hjá Manchester United þá er það mjög leiðinlegur endir á frábæru ári hans hjá United. Sjaldan hefur Manchester United endurspeglast jafnvel í einum leikmanni, allavega ekki undanfarin ár. Það er ekki að ástæðulausu að menn tala um Zlatan í sömu andrá og (King) Eric Cantona.
Eins og flestir vita meiddist Zlatan í Evrópudeildarleik gegn Anderlecht og er ekki búist við því að hann snúi aftur á knattspyrnuvöllinn fyrr en eftir sex mánuði. Það er því algjör synd og skömm að síðasti leikur Zlatans sem leikmaður Manchester United hafi verið úrslitaleikur Evrópudeildarinnar þar sem okkar maður þurfti að horfa á leikinn frá hliðarlínunni, á hækjum.
Nýr markakóngur hylltur
Wayne Rooney er orðinn markahæsti leikmaður í sögu Manchester United. Því afreki náði hann með stórglæsilegu aukaspyrnumarki í uppbótartíma gegn Stoke. Markið kom 4.498 dögum eftir að Rooney skoraði sitt fyrsta mark (og reyndar 2. og 3. markið líka) fyrir Manchester United, í sínum fyrsta leik fyrir félagið, gegn Fenerbahce 28. september 2004. Samtals eru mörkin sem Wayne Rooney hefur skorað í treyju Manchester United orðin 250 og enn tími fyrir hann að bæta við þá tölu, jafnvel þótt spilatími hans sé ekki jafn mikill og reglulegur og oftast áður.