Í fyrra var mikið ritað og rætt um yngri lið Manchester United, u18 ára liðið eða akademían gekk í gegnum ýmsar breytingar og u21 lið félagsins vann deildina, í þriðja skiptið á fjórum árum. Í dag er Nicky Butt tekinn við af Paul McGuinness sem þjálfari akademíu liðsins ásamt því að vera yfir allri starfsemi sem við kemur unglingum félagsins, á meðan er Warren Joyce ennþá þjálfari u23 liðsins enda búinn að skila bikurum í hús og leikmönnum í aðalliðið.
Pistlar
Keppnistímabilið 2016-17 – Spekingar spá
Síðan Rauðu djöflarnir fóru fyrst í loftið hefur ritstjórnin líklega aldrei verið jafn spennt fyrir komandi tímabili.
Við byrjum þessa upphitun fyrir tímabilið með 25. þætti podkasts Rauðu djöflanna. Maggi, Björn, Sigurjón, Tryggvi Páll, og Halldór Marteins settust niður og rýndu í José, nýju leikmennina og hin liðin
Við spáðum fyrir um lokastöðuna eins og í fyrra og vonum að í þetta sinn standi liðið sem við spáum 19. sæti ekki uppi sem meistarar.
Paul Pogba – Týndi sonurinn snýr heim
Paul Labile Pogba fæddist 15. mars 1993 í Lagny-sur-Marne í austurúthverfum Parísar og er af gínversku bergi brotinn. Hann lék með liðum í nágrenninu fram til 14 ára aldurs þegar hann flutti sig um set til Le Havre. Þar var hann stjarna yngri liðanna og og komst í U-16 ára landslið Frakklands.
Í júlílok 2009 tilkynnti Pogba hins vegar að hann hyggðist ganga til liðs við Manchester United. Le Havre urðu æfir og vildu meina að það væri brot á samkomulagi við Pogba og foreldrana um að Pogba myndi skrifa undir samning við Le Havre þegar hann hefði aldur til að gerast atvinnumaður, sem í Frakklandi er 17 ár. Le Havre ásakaði United um að hafa greitt Pogba undir borðið. Liðið sem Pogba var í áður kom þá með nákvæmlega sömu ásakanir á hendur Le Havre. Fifa hreinsaði United af kæru Le Havre og árið eftir komust félögin að samkomulagi um málið, United væntanlega greitt Le Havre einhverja upphæð
Paul Pogba á 110 milljónir punda – sturluð fjárhæð eða algerlega eðlilegt?
Annað kvöldið í röð fer í að skoða tíst og greinar um hvað hafi gerst í samskiptum Manchester United og Juventus og nú er staðan sú að eitthvað mikið þarf að gerast til að Paul Pogba verði ekki leikmaður United næsta vetur.
Embed from Getty Images
L’Équipe hefur eftir heimildum að allt sé klappað og klárt og United borgi 120 milljónir evra fyrir Pogba. Aðrar heimildir í kvöld segja að boð United sé enn 110 milljónir og Juve bíði eftir 120 milljóna boðinu. Stærsti vinkillinn sem eftir er í þessu máli er líklega greiðsla til umboðsmanns Pogba, Mino Raiola. Skv Guardian vill Juve samt 110m evra (92m punda) og láta United greiða Raiola 18,4 milljónir punda.