Það hefur myndast mikil umræða í kommentakerfinu eftir Chelsea leikinn, þar sem menn eru að vissu leyti jákvæðir og aðrir neikvæðir, skiljanlega. Fyrr í desember skrifaði ég Mánudagspælingar sem voru í jákvæðari kantinum. Þar listaði ég upp nokkrar ástæður sem gætu orsakað bjartsýni varðandi Manchester United. Síðan þá hefur liðið hins vegar tapað fyrir Wolfsburg og þar af leiðandi dottið út úr Meistaradeildinni, einnig tapaði það fyrir Bornmouth, Norwich og Stoke áður en það gerði 0-0 jafntefli við Chelsea.
Pistlar
Horft fram á veginn
Undanfarin ár hefur borið nokkuð á því að yngri flokka starf Manchester United sé ekki jafn gott og það var áður. Sögurnar segja að ljósblái nágranni félagsins standi mun betur að vígi heldur en Djöflarnir okkar. Var hlaupið yfir þetta í grein eftir undirritaðan sem birtist í september síðastliðnum, má lesa hana hér.
Nú eru komnir 10 mánuðir síðan Brian McClair hætti sem yfirmaður yngri liða Manchester United. Umrædd staða svipar eflaust til yfirmanns yngri flokka hér heima en þar sem þetta er Manchester United en ekki Knattspyrnufélag Reykjavíkur þá er staðan eflaust veigameiri en við áttum okkur á. Á þessum 10 mánuðum hefur enginn verið ráðinn í starfið. Mér skilst að Nicky Butt hafi hlaupið í skarðið og verið að sinna hluta af starfinu en betur má ef duga skal. Þrátt fyrir árangur U21 liðið undanfarið þá hefur árangur U18 liðsins verið hreint út sagt hörmulegur þrátt fyrir marga efnilega drengi. Málið er hreinlega að það virðast alltof margir drengjanna vera að spila upp fyrir sinn aldursflokk og það skilur hvern árganginn á fætur öðrum eftir með fáa, og ef til vill ekki nægilega góða, leikmenn. Sem dæmi má nefna að í U19 ára Meistaradeildar kepninni byrjaði United einn leik með tvo 16 ára gutta inn á.
Verður Van Gaal rekinn á næstu dögum?
Stutta svarið er já, það stefnir allt í það.
Í gærkvöldi fóru stórir miðlar í Bretlandi út með sömu fréttina á sama tíma. Í henni sagði að Louis van Gaal hefði tvo leiki til þess að bjarga sér, tap gegn Stoke í næsta leik eða gegn Chelsea þar á eftir og dagar Louis van Gaal í stjórasæti Manchester United eru taldir.
Frétt Guardian: Van Gaal may have two games to save Manchester United job as Mourinho waits
Jóladagatal, 18. desember 2015, 6 dagar til jóla
Roy Keane
Góðan hluta af sínum rúmlega 12 ára ferli hjá Manchester United var Roy Keane fyrsti maður á blað þegar átti að velja byrjunarliðið. Þegar ég fékk þá hugmynd að gera þetta litla jóladagatal mér, og vonandi einhverjum fleirum, til jólagleði og ánægju þá var nákvæmlega þessi gluggi, Roy Keane sem Hurðaskellir, fyrstur á blaðið. Það smellpassar svo mikið að það væri eiginlega hægt að láta staðar numið hér. Það þarf ekkert meira. Roy Keane ER Hurðaskellir.
Jóladagatal, 17. desember 2015, 7 dagar til jóla
Joe Jordan
Nú er ekki nema vika til jóla. Það er ekki mikið. En samt er það eitthvað svo langt, þegar beðið er eftir jólunum. Jólasveinninn að þessu sinni er hinn harðskeytti Askasleikir.
Sá sjötti Askasleikir,
var alveg dæmalaus.
Hann fram undan rúmunum
rak sinn ljóta haus.
Þegar fólkið setti askana
fyrir kött og hund,
hann slunginn var að ná þeim
og sleikja á ýmsa lund.