Félagaskipti Leikmenn Pistlar Ritstjóraálit Staðfest

Zlatan er mættur

Stór dagur í dag í sögu Manchester United og ákveðin vatnaskil. Á sama degi og staðfest er að sjálfur lávarður félagsins, leikjahæsti og sigursælasti leikmaður í sögu Manchester United, Ryan Giggs yfirgefi félagið, 29 árum eftir að hann gekk til liðs við félagið, gerist þetta:

https://twitter.com/ManUtd/status/748919107441954816

Manchester, welcome to Zlatan

Auðvitað var þetta bara tímaspursmál eftir að Zlatan sjálfur tilkynnti um ákvörðun sína í gær. Í raun var frekar fyndið að sjá viðbrögð Manchester United við tilkynningunni. Við tók algjör þögn, það var ekki einu sinni ýtt á like eða retweet takkann á tísti Zlatan. Bara algjör þögn hjá félagi sem tístir iðulega á 20 mínútna fresti. Maður gett rétt ímyndað sér neyðarfundinn sem fór í gang í samfélagsmiðladeild United. En þetta var einhvern veginn við hæfi. Zlatan er ekki kynntur til leiks hjá félaginu, Zlatan kynnir félagið. Lesa meira

Pistlar Ritstjóraálit Stjórinn

Viðbrögð Rauðu djöflanna við ráðningu José Mourinho

Fljótlega eftir að tilkynnt var um ráðninguna á José Mourinho fengum við þessa spurningu frá dyggum aðdáenda síðunnar:

https://twitter.com/kristjanatli/status/736190544662155264

Sjálfsagt mál, Kristján Atli, sjálfsagt mál. Göngum á línunna:

Spaki maðurinn

1. Hvað finnst þér um ráðningu United á José Mourinho?

Fyrir þremur árum gerðist það að Sir Alex Ferguson tilkynnti að hann ætlaði að hætta sem stjóri United og fór maður þá ósjálfrátt í miklar hugleiðingar um hver gæti orðið verðugur arftaki hans. Í þeim hugleiðingum komst ég þeirri niðurstöðu að Mourinho væri það einfaldlega ekki. Persónulega vildi ég sjá hinn brosmilda og heillandi stjóra Dortmund, herra Jurgen Klopp, taka við keflinu. Mínar helstu ástæður fyrir að vilja ekki sjá Mourinho hjá United voru: Lesa meira

Lesefni Pistlar Ritstjóraálit Stjórinn

Louis Van Gaal: Uppgjör

Louie Louie, oh no
Sayin’ we gotta go, yeah yeah, yeah yeah yeah
Said Louie Louie, oh baby
Said we gotta go

Þó brottför Louis Van Gaal hafi ekki alveg verið háttað eins og fyrsta versið í laginu Louie Louie eftir The Kingsmen er háttað þá hefur Hollendingurinn yfirgefið Manchester United eftir tvö ár við stjórnvölin.

Þó svo að margir hafi viljað sjá hann klára síðasta árið af samningnum sínum þá eru enn fleiri sem telja að samband Manchester United við Van Gaal hafi staðið of lengi. Hvað þá fyrst Portúgali að nafni José Mourinho sé á lausu í dag. Samkvæmt könnun sem var gerð nýlega meðal þeirra stuðningsmanna félagsins sem mæta á leiki þá vildu 80% sjá stjórann fara í sumar. Lesa meira