Þá er komið að því að boltinn fari aftur að rúlla hjá okkar mönnum í Manchester United. Eftir sumarfrí með alls konar veðri, alls konar Covid-ástandi og EM alls staðar er komið að því að sjá alvöru fótbolta aftur. Ná okkar menn að byggja ofan á árangurinn á síðasta tímabili? Er ekki kominn tími til að koma loksins aftur með alvöru titil á Old Trafford? Hvernig detta nýju leikmennirnir inn í þetta?
Spá
Podkast Rauðu djöflanna – 13. þáttur
Jæja, örfáir dagar í að herlegheitin fari af stað og því ákvaðum við að skella í lauflétta spá fyrir tímabilið. Fyrirkomulagið var ósköp einfalt: Hver og einn raðaði liðunum í sæti. Liðið í efsta sætinu fékk 20 stig og svo koll af kolli þangað til komið var í neðsta sætið sem fékk 1 stig. Við lögðum svo saman heildarstigafjölda og svona endar tímabilið að okkar mati: