Henrikh Mkhitaryan (MK – eins og skólinn; Hita – ekki rista; Ryan – Giggs) er 27 ára gamall og núverandi fyrirliði armenska landsliðsins. Er hann einn af þeim þremur leikmönnum sem José Mourinho hefur fengið til Manchester United nú þegar. Verðið á Mkhitaryan var litlar 26 milljónir punda sem er ekki mikið miðað við þá óðaverðbólgu sem einkennir leikmannamarkaðinn í sumar, en hann átti aðeins eitt ár eftir af samningi sínum við Borussia Dortmund.
Taktík
Neville og Carragher fara yfir spilamennsku United
Fyrir knattspyrnuáhugamenn er varla til betra sjónvarpsefni en Monday Night Football á Sky Sports þar sem Gary Neville og Jamie Carragher fara yfir leiki helgarinnar. Þeir eru ekkert að stressa sig á því að fjalla um alla leiki helgarinnar heldur velja þeir sér leiki sem þeir geta kafað ofan í og leikgreint almennilega. Í gær tóku þeir fyrir sigur United á City um helgina og einbeittu þeir sér að því að tala um United.
Mánudagspælingar 2015:01
Mikið rosalega var sigurinn í gærkvöldi gegn Tottenham kærkominn. Ekki nóg með það að frammistaða liðsins hafi verið eitthvað sem við höfum beðið eftir í allan vetur (jafnvel lengur) heldur tókst liðinu bæði að setja pressu á Manchester City í öðru sætinu sem og að senda einn af okkar helstu keppinautum um sæti í Meistaradeildinni að ári niður í miðjumoðið. Það er nóg eftir af tímabilinu en hver sigur á þessu stigi deildarinnar er einfaldlega gulls ígildi.
Besta byrjunarliðið – Tryggvi Páll
Í síðustu leikjum Manchester United hefur Louis van Gaal stillt upp í 3-4-1-2 uppstillingu sem hefur farið mikið í taugarnar á stuðningsmönnum United. Við hér á ritstjórninni munum á næstu dögum birta okkar skoðanir á því hvernig best væri að stilla upp liðinu, við vitum jú auðvitað miklu betur en Louis van Gaal!
Fyrirkomulagið er þannig að við birtum tvo byrjunarlið, eitt sem á að rúlla upp QPR á heimavelli og annað sem á að ná í sigur á Stamford Bridge gegn Chelsea. Runólfur birti sína færslu á mánudaginn. Á þriðjudaginn kom Bjössi með sitt álit, á miðvikudaginn lét Spaki maðurinn ljós sitt skína, á fimmtudaginn birti Sigurjón sitt óskabyrjunarlið. Maggi kom með sínar hugmyndir á föstudaginn og nú er komið að Tryggva Páli:
Besta byrjunarliðið – Maggi
Minnum á upphitunina fyrir bikarleikinn gegn Cambridge United.
Í síðustu leikjum Manchester United hefur Louis van Gaal stillt upp í 3-4-1-2 uppstillingu sem hefur farið mikið í taugarnar á stuðningsmönnum United. Við hér á ritstjórninni munum á næstu dögum birta okkar skoðanir á því hvernig best væri að stilla upp liðinu, við vitum jú auðvitað miklu betur en Louis van Gaal!