Þetta er var bara andskoti léleg frammistaða hjá okkur mönnum í dag. Liðið var hægt, fyrirsjáanlegt og ógnaði marki Huddersfield aldrei að neinu viti. Leikmenn Huddersfield voru að berjast virkilega vel í leiknum og átti alveg skilið að vinna þennan leik. Það má deila um hvort að United hefði átt að fá vítaspyrnu í fyrri hálfleiknum eftir að það virtist sem að Kachunga hefði brotið á Herra inni í teig. United lifnaði aðeins við undir lok leiksins þegar Lukaku lagði upp mark fyrir Rashford en það reyndist einfaldlega of lítið og of seint.
Liðið
- David de Gea. Lítið hægt að sakast við hann í dag en vörnin fyrir framan í fyrri hálfleik var hálfgert lestarslys.
- Antontio Valencia. Spilaði í rauninni bara eins og hann er vanur en ekki var hægt að segja það sama liðsfélaga hans.
- Phil Jones. Fór útaf meiddur á 23′ mínútu og í kjölfarið hrundi varnarleikurinn.
- Chris Smalling. Hann hefur alltaf verið þannig leikmaður að frammistaðan fer eftir hver leikur við hlið hans í miðju varnarinnar.
- Ashley Young. Var frekar dapur í dag og náði aldrei að skapa hættu sóknarlega.
- Nemanja Matic. Ekki hans besti dagur og hægt að setja spurningamarki við ákvarðanatöku hans í nokkrum tilfellum í þessum leik.
- Ander Herrera. Það er frekar fúlt að þessi slaka frammistaða liðsins hafi byrjað þegar Herrera og Matic fóru að leika saman.
- Anthony Martial. Var ekkert spes en langt því slakasti leikmaður liðsins í fyrri hálfleiknum en hann var orðinn vel pirraður og kominn með gult og hálft spjald.
- Juan Mata. Hann byrjaði leikinn.
- Jesse Lingard. Lingard hefur verið umdeildur af stuðningsmönnum United. Hann gerði lítið til í dag til að sannfæra efasemdarmennina í dag.
- Romelu Lukaku. Belginn fékk einfaldlega enga þjónustu í dag. Hann náði sér amk í stoðsendingu undir lok leiksins.
- Victor Lindelöf. Guð minn almáttugur hvaða greyið drengurinn átti skelfilega innkomu í dag. Seinna mark heimamanna skrifast alfarið á hann. Ég vil aldrei sjá þetta Lindelöf – Smalling kombó í vörninni aftur.
- Henrikh Mkitaryan. Kom inná í hálfleik en gerði lítið annað en skotta letilega allan seinni hálfleikinn.
- Marcus Rashford. Kom inná hálfleik og skoraði eina mark United með skalla eftir fína fyrirgjöf frá Lukaku.
Bekkur: Romero, Blind, Darmian, Lindelöf (Jones ’23), McTominay, Mkhitaryan (Mata 46′), Rashford (Martial ’46).