Ýmislegt um liðið og leiki
Telegraph skrifaði um hvernig United er aftur komið í gírinn að skora allt fram á síðustu mínútu.
Skemmtileg taktísk greining á leik Manchester United gegn Everton.
Er breiddin í núverandi leikmannahópi United nægilega mikil var spurt eftir leikinn í deildarbikarnum og Jonathan Wilson spyr hvort þetta United lið sé meistarakandídat.
Sparkspekingar og knattspyrnustjórar eru ekki sammála um hvort það sé auðveldara eða erfiðara fyrir framherja að skora mörk þessa dagana. Michael Cox greindi það aðeins nánar.
Michael Cox er líka með skemmtilega yfirferð yfir mismunandi týpur af tíum í ensku úrvalsdeildinni.
Ander Herrera vill meina að hitt liðið í Manchester þurfi að vinna eitthvað til að réttlæta eyðslu sumarsins.
Leikmenn
Það virðist sem United ætli að framlengja samning sinn við Luke Shaw um eitt ár.
Mourinho útskýrir af hverju Ander Herrera og Michael Carrick hafa spilað lítið hingað til á tímabilinu.
Skemmtileg grein um þá félaga Fellaini og Mata. Einu kaup Moyes, leikmenn sem hafa sýnt seiglu hjá Manchester United og báðir sannað gildi sótt í hópnum
Juan Mata heldur áfram að bræða hjörtu!.
Marcus Rashford sat fyrir svörum á opnum blaðamannafundi hjá landsliðinu á dögunum
Rashford segir þá Romelu Lukaku hafa smollið saman frá fyrstu stundu
Squawka bar saman Rashford, Mbappe og Dembele
David De Gea hefur byrjað tímabilið frábærlega. Andy Mitten skrifaði nokkur orð um manninn sem er mögulega besti markvörður í heimi um þessar mundir.
Fellaini er víst tregur til að skrifa undir nýjan samning.
Virðist sem Roberto Martinez fái ekki jólakort frá Pep eða José fyrir að spila með Fellaini og Kompany.
Unglingaliðið
Tahith Chong er á leiðinni til baka eftir meiðsli. Spennandi unglingaliðsleikmaður þar
Guardian birtir árlegan lista um björtustu vonina hjá úrvalsdeildarfélögunum. Í ár er fulltrúi United Arnau Puigmal og hér er meira um Arnau Puigmal og glæsilegt aukaspyrnumark hans í fyrsta leik
Fyrrum leikmenn og stjórar
Van Gaal er örlítið bitur út í Manchester United. Skiljanlega?
Tony Coton, fyrrum markvarðar þjálfari United fer yfir hvað fór úrskeiðis hjá Tim Howard og af hverju hann varð aldrei sá leikmaður sem United hélt að hann gæti orðið.
Harry Gregg lifði af flugslysið í Munchen. Hann hefur sterkar skoðanir á ýmsu og það er alltaf áhugavert að heyra hvað hann hefur að segja.
Í síðasta mánuði komu fréttir um að Rio Ferdinand ætlar að reyna fyrir sér í boxi.
Fyrrum United leikmaðurinn Matty James segir frá hreint út sagt sturlaðri meiðslasögu sinni.
Adnan Januzaj vill ekki meina að hann hafi slæmt hugarfar. Í viðtali við Daily Mail lýsti hann m.a. breytingunum sem urðu hjá Manchester United við tilkomu Louis van Gaal.
Andy Mitten átti skemmtilegt spjall við Patrice Evra um Ashley Young og hans hlutverk hjá Manchester United
Old Trafford
United og Chelsea eru gagnrýnd mest fyrir að hafa ekki gert nóg fyrir fatlaða stuðningsmenn.
United verður að fara að leggja pening í Old Trafford, annars hættir félagið á það að sitja eftir að mati Andy Mitten.
Það hefur oft verið kvartað undan lélegri stemmingu á Old Trafford. Sumir eru að reyna að bæta úr því.
BBC segir United hafa enga afsökun fyrir að vera ekki með kvennalið
Mourinho
Og að lokum: Mourinho er, samkvæmt Duncan Castles, ósáttur við ýmsa hluti innan klúbbsins. Þar á meðal Ed Woodward.
Myndband mánaðarins
Markvarsla David de Gea. En ekki?