22:50 Við erum alveg búnir að vera á vaktinni í dag. Það hefur bara ekki verið neitt að frétta. Ekki einu sinni ITK slúðurfréttaverksmiðjur eins og indykaila News hafa látið hvarfla að sér að reyna að búa til slúður tengt Manchester United. Það segir allt sem segja þarf.
18:20 Það er voðalega lítið að frétta. Andreas Pereira virðist ætla að vera áfram hjá Manchester United, þrátt fyrir áhuga margra liða á að fá hann að láni. Við fögnum því og vonum að hann græði leiktíma með Manchester United á þessari ákvörðun.
Annars eru nokkrir landsleikir að byrja núna. Timothy Fosu-Mensah spilar til dæmis sinn fyrsta landsleik fyrir Holland, gegn Pogba og félögum í Frakklandi.
Svo má minna á kempuleikinn á Old Trafford á laugardaginn. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á MUtv. Hann er þó á heldur leiðinlegum tíma fyrir stuðningsfólk íslenska karlalandsliðins í fótbolta:
#LegendsAreBack – Pre-match activities, music from @TheVampsband and a host of #MUFC greats, all at OT on Saturday: https://t.co/jprJhVkvgm pic.twitter.com/W5ClEiB38a
— Manchester United (@ManUtd) August 31, 2017
12:40 RAUNVERULEGT SLÚÐUR! Já við fengum slúður! Húrra!
The Sun heldur því fram að United hafi boðið í Willian, um 30-35 milljónir punda.
Svo vitnað sé í ritstjóra: „Chelsea er örugglega komið með ansi mikið ManUtd óþol eftir sumarið, myndu líklega ekki selja okkur ræstitækni fyrir 30 millur“
8:46 Staðfest: Matty Willock lánaður til FC Utrect
https://twitter.com/fcutrecht/status/903173121057935360
8:06 Þetta hljómar líklegt að verði niðurstaðan þegar upp verður staðið í kvöld
https://twitter.com/RobDawsonESPN/status/903158091230969857
Jæja, það er komið að einum af hápunktum tímabilsins. GLUGGADAGURINN ER MÆTTUR! Í dag og mögulega nótt munu félögin reyna að skrapa saman pundum til þess að styrkja liðin sín á lokametrunum fyrir komandi átök.
Þótt fastlega sé gert ráð fyrir að gluggadagurinn í dag verði allsvakalegur eftir rólega lokadaga undanfarna glugga er ekki búist við því að United geri mikið í dag. Eiginlega er búist við því að United geri ekki neitt í allan dag og líklegt er að allra augu á Chelsea, Liverpool, Arsenal og City sem öll hafa verið orður við stór kaup eða sölur undanfarna daga.
Við munum þó fylgjast með í dag og uppfæra færsluna ef eitthvað skyldi nú gerast.
Tryggvi Páll, einn af ritstjórum síðunnar okkar var í viðtali á fótbolti.net í gær um gluggann, gefum honum bara orðið.
Satt best að segja er líklegast að það gerist mest lítið. Eftir að United landaði Nemanja Matic hefur slúðurvélin meira og minna hætt að snúast og það lítur út fyrir að José Mourinho sé bara sáttur við hópinn, ekki síst eftir að hann nældi aftur í Zlatan sem verður ansi öflug viðbót þegar allt fer af stað í desember/janúar. Ég hugsa að það sé búið að slökkva á faxvélinni og ætli skrifstofan sé ekki bara komin í verðskuldað frí eftir ágætt sumar,“ sagði Tryggvi við Fótbolta.net í gær.
„Það er oft þannig að þegar gluggadagurinn er tíðindalítill er það merki um að sumarið hafi gengið vel og þannig er staðan hjá United í dag. Félagið hefur styrkt sig þar sem það skipti hvað helstu máli,“ en viðtalið allt má lesa hér.