Finnst þér gaman að skrifa og tala um Manchester United?
Við í ritstjórn Rauðu djöflanna auglýsum eftir manneskju til að taka þátt í starfi síðunnar með okkur. Manneskjan þarf að hafa mikinn áhuga á Manchester United og geta komið þeim áhuga vel frá sér í texta og tali.
Meðal verkefna eru:
- Pistlaskrif
- Upphitanir
- Leikskýrslur
- Upptökur á podkasti Rauðu djöflanna
Ef þetta er eitthvað sem þú hefur áhuga á hafðu þá endilega samband við okkur í netfangið ritstjorn@raududjoflarnir.is.
Með umsókninni væri gott að fá textabrot um Manchester United og áhugann á félaginu. Ef það er hægt að vísa í önnur textaskrif á netinu þá er það líka fínt. Slík reynsla er þó ekki nauðsynleg.
Við hvetjum konur sérstaklega til að sækja um!