Það kom loksins að því. Manchester United tapaði knattspyrnuleik í deildinni. Enn og aftur er það í London en liðið hefur tapað þar fyrir Chelsea í bæði deild og bikar í ár.
Ofan á allt saman þá var þetta fyrsta tap Mourinho fyrir Wenger á ferlinum. Wenger getur því sest sásttur í helgan stein eftir tímabilið.
Það kom fáum á óvart að Mourinho gerði mikið af breytingum, átta talsins, fyrir leikinn. Hann hafði gefið út eftir jafnteflið við Swansea City síðustu helgi að öll einbeiting liðsins væri nú á Evrópudeildinni. Wayne Rooney kom því inn í liðið ásamt meiðslapésunum Chris Smalling og Phil Jones. Síðan byrjaði Axel Tuanzebe sinn fyrsta leik fyrir félagið en hann lék í stöðu hægri bakvarðar þó hann sé hafsent að upplagi.
Eric Bailly fékk verðskuldað frí en Chris Smalling og Phil Jones eru báðir komnir úr meiðslum. Svo byrjaði Axel Tuanzebe sinn fyrsta leik fyrir Manchester United. Þó hann sé að upplagi hafsent þá var hann í stöðu hægri bakvarðar í dag. Byrjunarliðið var eftir farandi.
Varamannabekkur: Sergio Romero, Eric Bailly, Daley Blind, Paul Pogba, Jesse Lingard, Scott McTominay og Marcus Rashford.
Arsenal stillir upp í 3-4-3 leikkerfi: Cech. Holding-Koscielny-Monreal. Oxlade-Chamberlain-Ramsey-Xhaka-Gibbs. Özil-Welbeck-Sanchez.
Fyrri hálfleikur
Það var nokkuð ljóst að United ætlaði að liggja til baka og nýta hraðann í Anthony Martial og sækja hratt á Arsenal. Gekk það ágætlega til að byrja með en Arsenal tóku völdin hægt og rólega.
Varnarlega voru United fínir en þeir leyfðu Arsenal að ýta sér alltof neðarlega og voru Henrikh Mkhitaryan og Juan Mata nánast orðnir bakverðir þegar þeir eltu vængbakverði Arsenal á meðan Tuanzebe og Matteo Darmian eltu Alexis Sanchez og Mesut Özil eins og skugginn. Ander Herrera hljóp svo á við þrjá leikmenn inn á miðjunni, N’Golo Kante hver segi ég nú bara.
Annars var hálfleikurinn ekki mjög mikið fyrir augað. Liðin voru svipað mikið með boltann þó manni hafi liðið eins og Arsenal væri miklu meira með hann. Wayne Rooney og Martial fengu bestu færi United en Petr Cech varði vel. Hinum megin varði David De Gea frábærlega frá Aaron Ramsey en hann var ítrekað að hlaupa á blindu hliðina á vörnina hjá United en skapaði það mikinn usla.
Þrátt fyrir að vera með völdin þá nýtti Arsenal þau ekki í fyrri hálfleik og var staðan 0-0 í hálfleik.
Seinni hálfleikur
Arsenal refsaði United í síðari hálfleik fyrir að vera jafn aftarlega og raun bar vitni en Arsenal komst í 2-0 eftir 10 mínútur. Fyrst lét Granit Xhaka vaða af löngu færi, fór boltinn í bakið á Herrera og í stórum boga yfir De Gea. Strax í kjölfarið skoraði Danny Welbeck (auðvitað) með skalla eftir fyrirgjöf frá Chamberlain. Hvernig Smalling tókst að týna Welbeck í teignum er efni í lögreglurannsókn.
Mourinho brást við þessu með því að setja Jesse Lingard inn á fyrir Mkhitaryan. Stuttu síðar kom Marcus Rashford inn á fyrir Herrera. Liðið brást hins vegar engan veginn við og voru Arsenal menn mun líklegri til að bæta við heldur en United að jafna. Lokatölur 2-0.
Scott McTominay fékk þó sínar fyrstu mínútur fyrir félagið þegar lítið var eftir af leiknum. Mourinho getur allavega notað sömu afsökun og Van Gaal notaði, hann er að gefa ungum leikmönnum sénsinn … svona þannig séð allavega.
Scott McTominay is the 20th #mufc academy graduate to make his debut in the last three seasons.
— Samuel Luckhurst (@samuelluckhurst) May 7, 2017
Scott McTominay's debut now means that #mufc have had more youth players appear in our first team since 1939 than bought players… #culture
— The MUFC Academy 🥇🔴⚪️⚫️🐝🍷 (@mrmujac) May 7, 2017
This Wayne Rooney performance has been a bit … Hebei China Fortune.
— Jack Pitt-Brooke (@JackPittBrooke) May 7, 2017
24’: Juan Mata creates a chance for Man Utd.
*50 minutes later*
74’: Jesse Lingard creates Man Utd’s next chance.
— Squawka (@Squawka) May 7, 2017
Punktar
- Þessi lyktur var alltof æfingaleiks-legur. Það virtist sem flestum væri í raun skítsama hvernig leikurinn færi. Ætli Mourinho hafi ekki náð að sannfæra hópinn um Celta Vigo leikurinn væri aðalatriðið.
- Eftir að hafa lent 2-0 undir þá sýndi United engan vilja til að komast aftur inn í leikinn.
- Nú þegar liðið hefur loksins tapað þá er kannski hægt að fara í leiki til að vinna þá frekar en til að ná jafntefli.
- Föstu leikatriði Manchester United eru gjörsamlega skelfileg. Þau ógna mótherjanum lítið sem ekki neitt og í dag fengu Arsenal um það bil 100 skyndisóknir í kjölfarið á hornspyrnum United. Vel þreytt að horfa á þetta.
- Wayne Rooney og Michal Carrick sem tveir af þremur miðjumönnum er eitthvað sem er ekki líklegt til árangurs. Hraðinn er enginn enda var Herrera að hlaupa á við þrjá stóran hluta leiksins.
- Axel Tuanzebe leit vel út þó liðið hafi verið lélegt. Vonandi að hann fái fleiri mínútur í næstu leikjum og mögulega í hafsent en hann hefur lítið sem ekkert spilað hægri bakvörð.
- United hefur ekki skorað mark á útivelli gegn Arsenal, Liverpool né Chelsea. Þetta er eitthvað sem Mourinho þarf að laga en ef til vill stillir hann liðunum sínum aðeins of varnarsinnað upp á útivelli.