Enn eitt jafnteflið. Enn ein vonbrigðin. Enn eitt jafnteflið gegn liðum sem eru í efstu 6 sætunum í úrvalsdeildinni. 1-1 lokatölur kvöldsins þar sem Zlatan Ibrahimovic bjargaði stigi eftir enn einn leikinn þar sem United virtist ómögulega geta brotið niður andstæðinginn.
Leikurinn var í raun endurtekning á svo mörgum leikjum sem við höfum séð undanfarin ár og var maður í raun viss um að liðið myndi tapa 1-0 því lengur sem leið á leikinn enda Ronald Koeman búinn að vinna 1-0 tvö ár í röð á Old Trafford.
En að leiknum, eftir slaka frammistöðu gegn WBA á laugardag þá ákvað José Mourinho að hrista upp í hlutunum. Daley Blind, Ander Herrera og Zlatan Ibrahimovic komu allir inn í byrjunarliðið.
Varamenn: S.Romero, Shaw (’64), Fosu-Mensah, Darmian, Pogba (’45), Martial og Mkhitaryan (’64).
Leikurinn
Leikplanið var 4-3-3 þar sem Jesse Lingard driftaði inn á miðjuna svipað og Juan Mata gerir svo oft á meðan Ashley Young átti að vera í Antiono Valencia hlutverkinu upp vænginn.
United byrjaði leikinn eins og svo oft áður á fínu tempói og slapp Zlatan nánast einn í gegn eftir fjórar mínútur. Hann var hins vegar alltof lengi að athafna sig og Ashley Willams bjargaði málunum. Þetta var þema sem átti eftir að vera gegnum gangandi í leiknum.
Marcus Rashford og Jesse Lingard voru gjörsamlega á fullu gasi í byrjun en því miður eins og svo oft áður þá kom lítið sem ekkert út úr neinu sem United gerði. Svo ákvað líka Joel Robles, markvörður Everton, að bæta upp fyrir skituna frá því í síðasta leik en hann átti þó nokkrar frábærar markvörslur í leiknum.
Það virtist draga af United eftir fyrsta korterið og Everton kom sér hægt og rólega inn í leikinn. Á tuttugustu mín fékk Kevin Mirallas fínan bolta yfir Blind og átti skot sem David De Gea varði í horn.
Upp úr horninu komst Everton svo yfir. Hornspyrnan kom á Ashley Williams, sem flikkaði boltanum í átt að marki þar sem Phil Jagielka skóflaði honum einhvern veginn aftur fyrir sig og í gegnum klofið á David De Gea.
https://twitter.com/GNev2/status/849341665634660355
Ótrúlegt mark í alla staði. De Gea hefði líklega átt að geta komið út í boltann og Marcos Rojo hefði eflaust átt að geta gert betur.
Var þetta þriðja markið sem United fær á sig á Old Trafford árið 2017, hin tvö mörkin voru vítaspyrnur.
Eftir 30 mínútur ákvað Kevin Mirallas að rífa í hálsinn á Jesse Lingard og henda honum í jörðina þó boltinn væri hvergi nálægt. Úr aukaspyrnunni átti Daley Blind mjög gott skot sem Joel Robles varði áður en hann klessti á stöngina, á einhvern ótrúlegan hátt tókst Ander Herrera svo að setja frákastið í slánna frekar en í netið.
https://twitter.com/Squawka/status/849344747131031555
Young átti svo gott hlaup upp kantinn og gaf boltann fyrir en enn og aftur var enginn á fjærstönginni hjá United. Í lok hálfleiksins átti Herrera svo fínt skot sem Robles varði vel, auðvitað.
Síðari hálfleikurinn var svo samansafn af ÖLLU sem hefur gengið illa hjá United í vetur. Til að byrja með kom Paul Pogba inn á fyrir Blind sem þýddi að Herrera endaði í hægri bakverði og Young í vinstri bakverði. Síðan meiddist Young og fór útaf fyrir Shaw á meðan Carrick fór útaf fyrir Mkhitaryan. Að reyna lesa hver var að spila hvaða stöðu á þessum tímapunkti í leiknum var ómögulegt.
Ofan á allt þetta þá átti Paul Pogba auðvitað skalla í slánna eftir frábæra aukaspyrnu Young og Zlatan Ibrahimovic skoraði en hann var dæmdur rangstæður. Umdeilanlegt er varla orðið en Zlatan virkaði í línu og mjög erfitt að sjá hvernig aðstoðardómarinn gat verið 100% viss um að hann væri rangstæður.
Alveg í lokin setti Rashford frábæran bolta inn í teig sem Zlatan stangaði yfir. Þarna var undirritaður handviss um að þetta væri búið en á einhvern ótrúlegan hátt tókst United að næla sér í vítaspyrnu þegar Willams varði skot frá Luke Shaw með hendi í teignum en boltinn virtist vera á beinustu leið í netið þegar Willams slengdi hendi í knöttinn.
Fékk hann rautt spjald að launum og Zlatan jafnaði úr vítinu. Hvernig Robles slapp við að fá annað gult þegar hann bombaði boltanum í burtu eftir vítið er eitthvað sem ég skil ekki. Sömuleiðis skil ég ekki hvernig Gareth Barry fékk ekki annað gult og það er mér einnig hulin ráðgáta hvernig Zlatan var flaggaður rangstæður.
Phil Neville var að lýsa leiknum og orðaði þetta ágætlega ,,It´s Deja Vu“ en þessi leikur var eins og svo rosalega margir sem maður hefur séð undanfarin ár.
Lokatölur 1-1.
Meira hef ég í raun ekki að segja um þennan leik, við höfum öll séð þennan leik tíu sinnum eða oftar síðustu ár. Leik eftir leik er þetta alveg eins. Ef mótherjinn skorar þá tekst United oftar en ekki að pota inn einu, ef mótherjinn skorar ekki þá skorar United ekki.
https://twitter.com/samuelluckhurst/status/849361975289237506
https://twitter.com/ottar09/status/849361583826497539
https://twitter.com/UtdDarren/status/849361246478626816
https://twitter.com/CheGiaevara/status/849360988637999105
https://twitter.com/Sport_Witness/status/849364845984186369
Mig grunar að við gætum séð Mourinho gera það sama og Jurgen Klopp gerði með Liverpool í fyrra og gefa allt í Evrópudeildina en fjórða sætið í úrvalsdeildinni er fjarlægur og óraunhæfur draumur sem stendur.