Þá er það komið á hreint. Eftir ansi miklar sögusagnir og slúður um framtíð Wayne Rooney, ákvað kappinn að koma með tilkynningu í dag til þess að lægja öldurnar og róa stuðningsmenn United. En hann hefur mikið verið orðaður við alls kyns félög í kínversku deildinni
Despite the interest which has been shown from other clubs, for which I’m grateful, I want to end recent speculation and say that I am staying at Manchester United,“ declared the Reds’ record goalscorer.
I hope I will play a full part in helping the team in its fight for success on four fronts.
It’s an exciting time at the club and I want to remain a part of it.
Það er þarmeð ljóst með þessari yfirlýsingu að hann verður leikmaður United að minnsta kosti út tímabilið. En það verður að teljast ansi líklegt að þetta séu síðustu mánuðir hans hjá okkur eftir að hafa verið keyptur til liðsins í ágúst mánuði 2014.
Ekki annað hægt að segja að en það verði ansi stór tímamót í augum mjög margra stuðningsmanna United að sjá eftir tvö hundruð og fimmtíu marka manninum sem hefur verið leikmaður liðsins hátt í þrettán ár. Hvaða álit fólk hefur á honum þá verður því ekki neitað að hann hefur átt ansi stórt hlutverk í velgengni United.