José Mourinho tefldi fram sama liði og í leiknum gegn Everton um síðustu helgi. Eric Bailly var ekki settur inn í stað Jones eða Marcos Rojo þrátt fyrir ágæta frammistöðu gegn Zorya.
Varamenn: S.Romero, Blind, Bailly, Fellaini, Mata, Rooney, Rashford.
Tottenham gat teflt fram sínu sterkasta liðið í fyrsta skipti í nokkun tíma því Toby Alderweireld kom inn í liðið eftir meiðsli.
Ekki í fyrsta skipti í vetur byrjuðu United ferskir. Strax á annarri mínútu átti Pogba skot sem Lloris varði. Það var góður undirbúningur Mkhitaryan og Zlatan sem lagði upp færið, Pogba reyndi nákvæmt skot frekar en neglu og Lloris varði það vel.
CHANCE! Pogba nearly grabs a dream start for United but Lloris saves well! Live on SS1 now. https://t.co/FCz74OCi4c pic.twitter.com/jSDyTlpqHp
— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) December 11, 2016
Annars var fyrst kortérið nokkuð jafnt og mkið um þreifingar. Spurs voru samt meira með boltann og Erikssen tók aukaspyrnu á 18. mínútu sem De Gea þurfti að verja vel.
Þetta vakti United aðeins til lífsins og þeir snéru spilinu aðeins vel. Það var hægt að sjá oftar en einu sinni góðan samleik og spil allt inn í teig Tottenham, en vörn þeirra og Lloris voru þétt fyrir. En markið kom loksins á 29. mínútu, Kane var í vandræðum á miðjunni, Herrera komst inn í lausa sendingu og gaf frábæra stungu upp völlinn. Zlatan var að rölta úr rangstöðu en sendingin var ætluð Mkhitaryan sem tók boltann, spretti inn i teig og hamraði knöttinn framhjá Lloris. Frábært mark!
De Gea minnti okkur á að hann er góður markmaður þegar hann varði þrumuskot Son yfir, en Tottenham voru betri síðasta kortérið í fyrri hálfleiknum, ekki ósvipað þessum síðustu kortérum í leikjunum þar sem við höfum verið að sjá lið jafna móti okkur undir lokin.
Seinni hálfleikur fylgdi sama mynstri, Spurs sá um að halda boltanum. Eriksen skaut beint á De Gea utan teigs og átti síðan fína aukaspyrn fyrr þar sem Wanyama fékk algerlega frían skalla en nýtti hann herfilega illa.
Sem fyrr voru samt skyndisóknir United hraðar og beittar. Í einni slíkri fékk Pogba aukaspyrnu nokkrum metrum utan teigs, tók hana sjálfur og hamraði knettinum í þverslána, Svakalegt skot. Í næstu sókn á eftir átti hann svo skot sem Lloris varði, og fékk svo gult fyrir brot þegar Tottenham fengu boltann.
Christian Eriksen hélt áfram að vera hættulegur, og það hjálpar ekki að gefa Tottenham aukaspyrnur. De Gea varði eina slíka frá Eriksen um miðjan hálfleikinn.
Fyrsta skipting United var Martial út, Rashford inn, sem pirraði þau frekar sem höfðu verið orðin hrædd um að Matteo Darmian væri ekki að standa sig nógu vel í bakverðinum. Rashford var mjög frískur eftir að koma inn á, duglegur að sækja boltann þó ekki yrði alltaf mikið úr þessu hjá honum og United sótti meira eftir það.
Þegar tæpar tíu mínútur voru eftir fór Danny Rose illa í Mkhitaryan aftanfrá og Henrikh varð fyrir einhverju ökklahnjaski og var borinn af velli. Samkvæmt Mourinho eftir leikinn mun hann missa af næsta leik og hugsanlega leiknum þar á eftir, en ætti að vera góður um jólin. Bailly kom inná. Dele Alli sparkaði rétt á eftir illa í Carrick en slapp við spjald. Dómarinn hafði verið mjög slakur í leiknum og var ekki að vinna sér inn prik fyrir þetta.
Síðustu mínútur leiksins og í sex mínútna viðbótar tíma sótti Tottenham nær látlaust. Fellaini kom inn á fyrir Herrera á síðustu mínútu viðbótartímans og það heyrðist baul sums staðar í áhorfendahópnum. Alger óþarfi þó Fellaini sé ekki allra.
En United hélt út og loksins loksins kom sigur í deildinni. Þessi leikur var vissulega ekki mikið öðruvísi en leikirnir sem tapast hafa niður í jafntefli, en þetta er samt allt að slípast. Jones og Rojo voru þrælgóðir í vörninni að vísu með þeim fyrirvara að Rojo var eilitið kærulaus í að gefa aukaspyrnur. Ander Herrera var frábær á miðjunni og Paul Pogba gríðarlega sterkur. Mkhitaryan var jafn spennandi og í síðustu leikjum og vonandi að meiðslin slái hann ekki út af laginu. Ibrahimovic var mjög góður í leiknum og var betri í að halda boltanum og dreifa en oftast áður.
Sem sé: Fínn sigur, verðskuldaður og eins og oftast í haust, skemmtilegri af hálfu United heldur en nokkurn tímann í fyrra.
Enn og aftur: Þetta er allt á réttri leið.