Enn eitt ógeðslega jafnteflið á Old Trafford. Enn og aftur yfirspilar United andstæðinga sína en geta bara ekki unnið leik fyrir sitt litla líf. Lokatölur á Old Trafford 1-1 í dag.
Bekkur: Romero, Blind (’63), Schneiderlin (’85), Lingard, Young, Memphis, Rooney (’62)
Lið Arsenal er svo svona skipað:
Cech, Jenkinson, Mustafi, Koscielny, Monreal, Coquelin, Elneny, Ramsey, Ozil, Walcott, Sanchez.
Leikurinn
Maður sá strax að United var í meira 4-3-3 en venjulega, með Paul Pogba og Ander Herrera sitt hvoru megin við Michael Carrick. Það var þó nokkuð ljóst að þegar United ætlaði að pressa miðjuna hjá Arsenal þá var það Herrera sem fór upp völlinn og Pogba sat við hliðin á Carrick.
Hjá Arsenal var Aaron Ramsey hins vegar á vinstri vængnum og Mesut Özil á bakvið Sanchez.
United byrjaði leikinn vel. Var hraðinn hans Rashford nýttur mjög vel fyrstu mínúturnar. Fyrsta færið kom eftir fjórar mínútur en þá átti Juan Mata skot framhjá úr aukaspyrnu. Leikurinn var þó mjög kaflaskiptur út fyrri hálfleikinn en bæði lið skiptust á að sækja án þess þó að skapa sér nein opin dauðafæri.
Fyrsta færi Arsenal féll fyrir Alexis Sanchez en skalli hans fór langt framhjá af markteig. Arsenal voru aðeins betri með boltann fyrstu 30 mínúturnar og átti United í basli með að spila sig út úr vandræðum án þess þó að fá á sig nein hættuleg færi.
https://twitter.com/Squawka/status/799956111021527041
Sanchez fékk fyrsta gula spjald leiksins á 15. mínútu leiksins. Matteo Darmian fékk svo fyrsta gula spjald United þegar hann „braut“ á Theo Walcott. Endursýningar sýndu að Darmian snerti aldrei Walcott sem datt í rauninni þegar hann var búinn að missa boltann frá sér. Darmian braut svo á Jenkinson á 32 mínútu og slapp eflaust við gult spjald því Andre Marriner vissi að fyrra gula spjaldið var vitleysa.
Þegar það voru um það bil 10 mínútur eftir af fyrri hálfleiknum þegar Antonio Valencia fékk boltann inn í teig, hann fór framhjá Nacho Monreal þegar sá spænski stakk sér til sunds á eftir honum og Valencia féll í teignum. Andre Marriner ákvað hins vegar að þetta væri fullkomlega löglegt og ekkert að þessu.
https://twitter.com/philmcnulty/status/799962521729986560
https://twitter.com/RFFH/status/799963039172820993
Stuttu seinna átti Mata svo gott skot sem Petr Cech varði frábærlega í horn. Cech var svo aftur vel á verði þegar Martial átti tvö skot á markið með stuttu millibili í lok fyrri hálfleiksins.
United töluvert hættulegri hvað varðaði færi í fyrri hálfleiknum en Arsenal átti ekki skot á markið þrátt fyrir allt vesenið sem Sanchez var með.
Staðan 0-0 í hálfleik en United mjög sóknarsinnað fyrstu 45 mínútur
https://twitter.com/Squawka/status/799966572962004992
United byrjaði síðari hálfleikinn mjög svipað og fyrir hálfleikinn. Ákafinn, pressan og greddan var alls ráðandi fyrstu 5-10 mínúturnar hjá United. Virtist sem loksins væri United farið að fara upp vinstri vænginn og keyra á Jenkinson.
Á 62 mínútu gerði Mourinho fyrstu skiptingu leiksins, kom Wayne Rooney inná fyrir Martial. Við það fór Rashford út á vinstri vænginn og Rooney fór fram. Strax í kjölfarið kom Daley Blind inná fyrir Darmian sem var byrjaður að haltra, ásamt því að hann var á gulu spjaldi.
BÚMM! Á 68 mínútu átti United frábært spil upp hægri vænginn. Pogba gaf boltann inn í teig á Herrera sem gaf boltann út í teig á landa sinn Juan Mata sem lagði hann mjög fallega í netið. Staðan orðin 1-0! Fékk Juan Mata gult fyrir fagnið en eins og menn vita er bannað að sýna tilfinningar í knattspyrnu í dag.
https://twitter.com/Squawka/status/799974749640146945
Arsenal brást við markinu með því að setja Oliver Giroud inn á fyrir Elneny. Þegar 10 mínútur voru eftir kom Granit Xhaka inn á fyrir Coquelin. Síðasta skiptingin kom svo stuttu seinna þegar Alex Oxlade-Chamberlain kom inn á fyrir Jenkinson.
Mourinho brást við sóknarþunga Arsenal með því að setja Morgan Schneiderlin inná fyrir Juan Mata. Mjög skiljanleg skipting miðað við gang mála. Færðist Herrera þá út á hægri vænginn og Schneiderlin kom í stöðuna hans inn á miðjunni.
Eins og venjulega þá skiptir samt engu máli hversu vel United spilar í heildina, þeir geta bara ekki klárað leiki. En í lok leiks óð Oxlade-Chamberlain framhjá Rashord á hægri vængnum og af þennan fína bolta fyrir á Oliver Giroud sem þakkað pent fyrir sig og stangaði tuðruna í neitð.
Lokatölur 1-1.
Punktar
- Herrera virðist vera lykillinn á pressunni hjá United. Hann ákveður hvenar og hvernig United pressar miðjuna og öftustu fjóra hjá Arsenal. Það gerist ekkert nema Herrera fari af stað.
- United átti erfitt með að spila sig út úr pressunni hjá Arsenal og leituðu oftar en ekki að Rashford í svæðin sem bakverðir Arsenal skildu eftir sig.
- Rashford virðist hafa verið að æfa fyrirgjafir því hann áttir nokkrar geggjaðar í dag. Einnig kjötaði hann Shkodran Mustafi í jörðina sem var mjög ánægjulegt að horfa upp á.
- United sótti full mikið upp hægri vænginn í fyrri hálfleik, Martial fékk boltann nánast aldrei.
- United spilaði enn og aftur mjög vel á Old Trafford. Það að geta ekki klárað færi hins vegar kostaði liðið tvö stig í dag.
- Arsenal skoraði úr eina færinu sínu sem fór á markið. Rojo, Jones og Carrick voru með Sanchez, Özil og Ramsey í vasanum en ein fyrirgjöf á Giroud var nóg.
Það er rosalega erfitt að vera jákvæður eftir enn einn svona leikinn. Stoke City, Burnley og núna Arsenal. Þetta eru leikir sem United hefur tekið þrjú stig úr en ætti í raun að hafa tekið níu. Pirringurinn er allsráðandi. Tala nú ekki um þar sem liðið hefur ekki enn unnið lið sem fyrir ofan sig í töflunni.