Ótrúlega svekkjandi markalaust jafntefli er niðurstaðan í dag. United gjörsamlega yfirspilaði Burnley en gátu bara ekki komið tuðrunni í netið. Ótrúlega léleg dómgæsla Mark Clattenburg hjálpaði ekki en hann allar stóru ákvarðanirnar voru rangar hjá honum í dag.
Þessi leikur var í rauninni stórfurðulegur. Liðið spilaði virkilega vel og vörnin var traust. Burnley mætti með tvær rútur í dag og lögðu þeim á mjög svo árangursríkan hátt. Það hjálpaði t.d. Tom Heaton að líta út fyrir að vera meira en bara miðlungs markvörður. En það er náttúrulega ekki nýtt að þannig markverðir eigi leiki lífs síns á Old Trafford.
Manchester United átti 26 skot í dag og þar af 10 á rammann. Liðið átti 19 hornspyrnur sem ekkert kom úr. United var líka 64% með boltann. Zlatan hlýtur bara að fara fá hvíld af því að honum er gjörsamlega fyrirmunað að skora fótboltamörk. Marcus Rashford er ekki kantmaður og það sást vel í dag. Skiptingarnar í dag meikuðu ekki mikið sens. Fellaini settur inn til að vera djúpur. Rooney í stað Mata og Memphis fyrir Rashford.
Dómgæslan í dag var svo léleg að ég mun seint jafna mig á henni. Clattenburg gaf Ander Herrera tvö gul spjöld í dag og mögulega átti fyrra spjaldið rétt á sér en samt varla. Hann rak Mourinho af velli eftir að stjórinn mótmælti ákvörðuninni að gefa ekki augljóst víti þegar Flanagan brýtur á Darmian í fyrri hálfleik. Flanagan sem var á gulu spjaldi setti höndina viljandi í boltann en var að sjálfsögðu ekki rekinn af velli.
Þetta var klárlega ekki nógu gott í dag en liðið spilaði þó vel og bjó til fullt af færum. Átta mig ekki almennilega á því hvað gerðist í dag. Þetta var hreinlega bara einn af þessum dögum.
Byrjunarliðið var:
Bekkur: Romero, Carrick, Fellaini, Schneiderlin, Young, Memphis, Rooney