Við á Rauðu djöflunum höfum ákveðið að grafa upp gamlan lið á síðunni þar sem við á ritstjórninni tilfefnum fjóra leikmenn sem þið lesendur kjósið um.
Ágústmánuður var mjög góður fyrir okkur United fólk. Fjórir leikir og fjórir sigrar. José Mourinho hefur þegar tekist að bæta spilamennskuna og sóknarleikurinn hefur skánað til muna.
Tilnefndir þennan mánuðinn eru:
- Eric Bailly – Hefur byrjað United ferilinn svakalega vel. Hann er vissulega ungur og óslípaður en hefur spilað þrusuvel og komið til greina sem maður leiksins í öllum leikjum liðsins hingað til.
- Daley Blind – Fer sífellt vaxandi sem varnarmaður og samvinna hans og Bailly er það góð að Chris Smalling kemst ekki í liðið.
- Antonio Valencia – Er loksins farinn að sýna gamla takta og eiga fínar fyrirgjafir og líkt Blind þá fer hann vaxandi í varnarhlutverki.
- Zlatan Ibrahimovic – Er nú þegar búinn að skora fjögur mörk og hefur greinilega mjög jákvæð áhrif á leikmenn liðsins. Hefur þann eiginleika að geta látið flestallar fyrirgjafir líta vel út.
[poll id=“18″]