Eftir að því er virtist endalausa bið var loksins komið að næsta leik. Manchester United í heimsókn hjá nýliðunum í Hull City. Fyrir leikinn voru bæði lið með 2 sigra í 2 leikjum svo það var ljóst að eitthvað varð undan að láta í baráttu þessara toppliða.
Byrjunarliðið gegn Hull var óbreytt frá leiknum gegn Southampton:
Varamenn: Romero, Smalling, Herrera, Mkhitaryan, Schneiderlin, Young og Rashford
Á meðan stillti King Mike Phelan upp sínu liði, nokkurn veginn bara þeim leikmönnum aðalliðsins sem voru heilir:
Leikurinn
Hull City eru nýliðar. Ekki bara það, þeir eru nýliðar sem hafa verið í bölvuðum vandræðum í allt sumar. Stjórinn hætti korter í mót, enginn stuðningur hefur verið við leikmannakaup og hópurinn vægast sagt þunnskipaður. En þeir hafa Mike Phelan og hafa nýtt sér mótlætið sem innblástur. Þannig komu þeir inn í þennan leik.
Hull sýndi það strax á fyrstu mínútum leiksins þegar þeir héldu boltanum meira og sýndu fínt spil, eins og til að láta vita af því að þeir væru ekkert bara þarna til að pakka í vörn. En eftir því sem leið á fyrri hálfleikinn fór Manchester United að vera meira með boltann á meðan Hull bakkaði og sýndi að þeir gætu alveg gert það líka.
Manchester United var mikið með boltann en náði ekki að gera mjög mikið með hann framan af. Varnarlínan var flott hjá United, Blind las flesta sóknartilburði Hull eins og opna bók og það var mikið öryggi yfir sendingum varnarmannanna.
Helstu færin sem Hull fékk í fyrri hálfleik komu þegar liðið fékk tvisvar aukaspyrnu á hættulegum stað, í bæði skiptin eftir klaufaleg brot frá Fellaini. Fyrri spyrnan fór beint í vegginn en sú seinni naumlega framhjá markinu.
Miðjan hjá Manchester United var engan veginn að finna sig á sama hátt og í leiknum gegn Southampton. Pogba var mikið í boltanum og spilinu en það virtist vanta herslumuninn upp á að geta gert almennilega árás á Hull. Fellaini virtist heldur ekki finna sig til að byrja með, var kominn með gult spjald áður en 25 mínútur voru liðnar af leiknum. Og fyrir framan þá var Wayne Rooney í vandræðum.
En Manchester United fékk samt sín færi í fyrri hálfleiknum. Zlatan átti skalla yfir markið, Mata átti tilraunir sem trufluðu Jakupovic lítið og Rooney átti skot af stuttu færi sem Curtis Davis, langbesti leikmaður Hull og klettur í vörn þeirra, varði á marklínu. Rooney vildi reyndar víti en það virtist lítið til í því. Hættulegasta færið kom þegar Zlatan hirti aukaspyrnu frá Rooney af fingurgómum Jakupovic og reyndi síðan hælspyrnu úr þröngu færi sem fór í hliðarnetið.
Markalaust í hálfleik, sanngjörn staða miðað við hvernig hálfleikurinn spilaðist.
Seinni hálfleikur byrjaði á mjög svipaðan hátt. Manchester United hélt boltanum og reyndi að finna leið fram hjá sterkum varnarmúr Hull.
Eftir klukkutíma kom það sem margir höfðu kallað eftir, Henrikh Mkhitaryan kom inn á. En það var ekki Wayne Rooney sem fór út af heldur Anthony Martial. Við það þrengdist spil Manchester United til muna þar sem báðir kantmenn liðsins, Mata og Mkhitaryan, leituðu mikið inn að miðjum vellinum. Mourinho hefur greinilega tekið eftir því vegna þess að 10 mínútum síðar kom Marcus Rashford inn á í staðinn fyrir Juan Mata. Mkhitaryan fór þá yfir á hægri á meðan Rooney tók vinstri kantinn og Rashford fór í framlínuna með Zlatan.
Í kringum 75. mínútuna minntu Hull rækilega á sig sóknarlega. Huddlestone átti þá tvær skottilraunir fyrir utan teiginn hjá United. Sú fyrri fór af Eric Bailley og lak framhjá stönginni en hin fór yfir.
Mkhitaryan kom sprækur inn á völlinn, átti góð hlaup upp völlinn sem varnarmenn Hull lentu í vandræðum með. Hann vann því aukaspyrnur á hættulegum stöðum og náði í gult spjald á leikmenn Hull. En það kom því miður ekkert úr aukaspyrnunum frá Zlatan eða Pogba.
Marcus Rashford átti líka sín móment. Eftir fínan sprett upp vinstri kantinn átti hann lúmskt skot milli fóta varnarmanns Hull sem stefndi í bláhornið fjær þegar Jakupovic náði að verja vel.
Manchester United jók sóknarþunga sinn verulega síðasta stundarfjórðunginn. Á sama tíma voru leikmenn Hull farnir að finna meira fyrir þreytu, enda búnir að hlaupa og berjast gríðarlega í leiknum.
Mkhitaryan og Rashford voru mjög sprækir eftir að þeir komu inn á og Pogba reyndi að taka leikinn í sínar hendur eftir því sem leið á, átti nokkur skot fyrir utan teig sem fóru framhjá en færðust sífellt nær rammanum.
Hull átti hættulegt skot í uppbótartíma sem fór rétt yfir markið.
Stuttu síðar fékk Wayne Rooney boltann á vinstri kantinum. Fyrirliðinn brunaði upp að endamörkum, fór framhjá bakverði Hull, æddi í átt að markinu og renndi boltanum fyrir markið á Marcus Rashford sem skoraði. Wayne Rooney hefur oft átt betri leiki en þetta gerði hann frábærlega vel. Mourinho var þar með launað það að hafa haldið honum inn á þegar allir aðrir vildu sjá hann fara út af. Strax eftir markið kom loksins skiptingin þegar Rooney fór út af, í þetta skiptið fyrir Smalling. Hull átti ekkert eftir á þessum tímapunkti og United landaði mjög erfiðum, en alls ekki ósanngjörnum, sigri.
Eftir leikinn
Langbesti leikmaðurinn á vellinum var að vísu ekki rauðklæddur. Það var fyrirliði Hull City, Curtis Davis. Þvílík frammistaða frá fyrirliðanum! Hann átti til dæmis fleiri hreinsanir (18) en allt Manchester United liðið (10).
Af leikmönnum Manchester United þá átti Blind stórleik. Að mínu mati var hann rauðklæddi maður leiksins með félaga sinn Bailly í 2. sæti. Sem segir ansi mikið. Í leik þar sem Manchester United var með rúmlega 60% possession og átti 29 marktilraunir (9 á ramma) gegn 8 (2 á ramma) þá eiga miðverðirnir ekki að vera bestu leikmenn liðsins.
Blind má samt eiga það að hann var virkilega flottur. Það er sívinsæl keppni bæði meðal stuðningsmanna Manchester United og annarra að afskrifa Blind sem miðvörð en hann heldur áfram að sýna hvers vegna hann er búinn að eigna sér byrjunarliðsstöðuna. Einstaklega klár leikmaður sem kann að nýta sína styrkleika vel.
Ef Mkhitaryan hefði komið inn á fyrr, jafnvel bara strax í hálfleik, þá hefði hann gert tilkall til þess að verða maður leiksins hjá United. Hann kom ferskur inn og virtist ekkert láta það á sig fá þótt tækifærin hefðu verið lítil til þessa. Með þessari frammistöðu gerði hann það að verkum að erfitt verður að líta framhjá honum þegar byrjunarliðið verður valið í næsta leik. Rashford átti líka flotta innkomu af bekknum.
Af Twitter
Byrjum á Wayne Rooney horninu:
Wayne Rooney was tackled 3 times by 3 different players inside the 11th minute vs. Hull.
Not his finest minute. pic.twitter.com/H8XWbQtpCc
— Squawka Football (@Squawka) August 27, 2016
Wayne Rooney:
Ask for the ball, lose the ball, shout at the ref. Repeat.
— ㅤ (@TheUtdReview) August 27, 2016
I have been a fan for DECADES!
I have never known a situation at @ManUtd where the Team was carrying the Captain.— Billy Meredith (@UrmstonLordMUFC) August 27, 2016
If you dropped Rooney into the middle of a tornado he’d probably slow that down too
— Keith Russell (@Keith_Russell) August 27, 2016
Mkhi for Rooney at HT, no bias, no nothing. Simply using common sense.
— Hayley B (@Hayles_101) August 27, 2016
Rooney getting most of the hate on here but no mention of Martial who has been invisible so far.
— Bjarni Erlingur (@BjarniE16) August 27, 2016
Rashford has added loads of intensity and pace. Deserves that goal. Fine (only) contribution from Rooney to beat his man
— United Rant (@unitedrant) August 27, 2016
Mourinho’s faith in Rooney paid off, and that’s why he’s the guy getting €10m+ per year and not us on Twitter 😅
— Rafael Hernández (@RafaelH117) August 27, 2016
Pogba for £89m, Mkhitaryan for £26m, Rooney on £300,000 a week, Ibrahimovic 300,000 a week.. Rashford? Priceless.
— The Man Utd Way (@themanutdway) August 27, 2016
Haters gonna hate #Rooney
— Haukur Eyþórsson (@Haukur29) August 27, 2016
En það var nú alveg talað um fleira en Rooney á Twitter:
Manchester United’s defence have misplaced just two passes between them inside the first 20 minutes.
In tune. pic.twitter.com/40SH0xZ92D
— Squawka Football (@Squawka) August 27, 2016
Are there two Curtis Davies on this pitch? He’s blocking everything. #HULMUN
— Mark Chapman (@markchapman) August 27, 2016
The apprentice does it for Manchester United 🙌🏼 #HULMUN pic.twitter.com/kYW6brHOMk
— Bleacher Report UK (@br_uk) August 27, 2016
Phew! #HULMUN
— Manchester United (@ManUtd) August 27, 2016
Mourinho is the first #MUFC manager to win first 4 games in charge
First time since 2011-12 we won first 3 PL games pic.twitter.com/fdlxkGEL1Q
— Fergie’s Fledglings (@RedDevilTimes) August 27, 2016
Last season Utd brought on Fellaini to win these games with long balls into the box. Mkhitaryan & Rashford are a little more Man United.
— Pilib de Brún (@Malachians) August 27, 2016
Look at Zlatan and Rooney. #Rashford pic.twitter.com/wsEHbl4LJj
— Rahul Singh (@forevruntd) August 27, 2016
1 – Marcus Rashford is the first teenager to score a Premier League goal under a side managed by Jose Mourinho. Fledgling.
— OptaJoe (@OptaJoe) August 27, 2016
Classic #MUFC! pic.twitter.com/lbIk8OYjhi
— Manchester United (@ManUtd) August 27, 2016