Mourinho er búinn að vinna sinn fyrsta titil með Manchester United. Zlatan er búinn að skora sitt fyrsta mark fyrir Manchester United. Sigurmarkið í leiknum sem tryggir það að Manchester United eru meistarar meistaranna.
Liðið sem byrjaði leikinn fyrir United:
Varamenn: Romero, Rojo, Schneiderlin, Herrera, Mata, Mkhitaryan, Rashford
Byrjunarlið Leicester City:
Það var mikið um dýrðir á Wembley í dag og ekki að undra, upphafspunkturinn á virkilega spennandi tímabili í enska boltanum sem nú er að hefjast. Titill í húfi og bæði lið búin að gefa það skýrt út að það yrði ekki litið á þetta sem neinn vináttuleik.
Another look at our stunning pre-match mosaic! 👌🔴 #UNITED pic.twitter.com/umlqLmE6vv
— Manchester United (@ManUtd) August 7, 2016
Leikurinn byrjaði nokkuð varfærnislega en Manchester United var miklu meira með boltann, eins og búast mátti við. Eftir tæplega 20 mínútna leik kom skilti sem sýndi að United hafði verið með boltann u.þ.b. 70% af leiktímanum. Það hafði þó ekki skilað sér í neinum mjög hættulegum marktækifærum. Martial átti góðan sprett af kantinum og skaut í hliðarnetið, Wayne Rooney átti skalla að marki sem olli Kasper ekki miklum vandræðum og Fellaini átti ágætt skot, eftir að Zlatan hafði keyrt yfir Wes Morgan og unnið skallabolta. Aftur varði hins vegar Kasper þótt hann hafi átt í aðeins meiri vandræðum með að halda boltanum í það skiptið.
En Leicester minntu þó á sig og litu oft hættulega út í skyndisóknum. Vardy ákvað að reyna duglega á nýja manninn í vörn United og keyrði grimmt á Eric Bailly þegar tækifæri gafst. Til að byrja með virkaði Bailly stundum óöruggur gegn honum og náði Vardy tvisvar að komast nokkuð auðveldlega framhjá Bailly. Í fyrra skiptið náði Blind að kovera vel fyrir hann og hreinsa með tæklingu. Í seinna skiptið gaf Vardy boltann áfram á Okazaki sem átti lúmskt skot sem fór af Blind og rétt framhjá stönginni. Úr þeirri hornspyrnu náði Okazaki fínum skalla sem endaði í markslánni. Hættulegasta færi leiksins til þessa.
En Bailly hristi þetta vel af sér og spilaði frábærlega eftir það. Blind var flottur við hliðina á honum og báðir bakverðirnir sprækir líka og duglegir að sigla upp teiginn þegar færi gafst. Martial og Lingard voru vinnusamir á köntunum, voru um tíma búnir að skipta um kanta og leituðu inn að miðju þegar færi gafst. Þannig var það einmitt á 32. mínútu þegar Lingard var kominn inn á miðjuna og tók á móti sendingu frá Rooney. Fyrir framan hann var þéttur pakki af varnarmönnum Leicester en Lingard blés á það og tók bara sprett framhjá hverjum varnarmanninum á fætur öðrum þar til hann var allt í einu kominn einn í gegn. Hann lét aðvífandi Kasper Schmeichel ekki slá sig útaf laginu heldur setti boltann laglega framhjá honum með góðu innanfótarskoti. 1-0 fyrir United, Jesse Lingard kann greinilega vel við sig á Wembley.
1996 – Jesse Lingard is the first @ManUtd player to score in the FA Cup final and subsequent Community Shield since Cantona in 1996. Kingly.
— OptaJoe (@OptaJoe) August 7, 2016
United kláraði síðan fyrri hálfleikinn nokkuð áreynslulítið. Mourinho lét alveg vera að breyta liðinu í hálfleik en Ranieri gaf 2 nýjum leikmönnum séns þegar Demarai Gray og Ahmed Musa komu inn á fyrir Albrighton og Okazaki. Leicester þurfti að jafna og áfram voru skyndisóknirnar þeirra hættulegustu vopn. Á 52. mínútu keyrðu þeir í eina slíka þar sem þeir freistuðu þess að koma fáti á vörn United. Marouane Fellaini, sem hafði annars átt ágætis leik en spilaði heldur djúpt, komst inn í sendingu Leicester. Hann ætlaði síðan að gefa boltann aftur á De Gea en sendingin var ekki betri en svo að hún endaði beint á Jamie Vardy sem þakkaði fyrir sig, sólaði De Gea og rúllaði boltanum í markið. Hrikaleg mistök hjá Fellaini þar. Mourinho vildi þó meina að vallaraðstæður ættu stóran þátt í þessum mistökum hjá Fellaini.
Mourinho on Fellaini’s backpass: „The mistake of the slow pitch. We wanted a quick pitch. I don’t know if they forgot to water it“ #mufc
— Paul Brown (@pbsportswriter) August 7, 2016
Stuttu síðar kom fyrsta skipting United í leiknum. Ander Herrera kom inn á. Líklega bjuggust flestir við því að Fellaini færi af velli en í staðinn var það Carrick sem fór af velli. Leicester svaraði með því að setja aðra 2 nýja leikmenn inn á. Frakkinn Nampalys Mendy og innkastsfallbyssan Luis Hernández komu þá inn á fyrir King og Simpson. Stuttu síðar varð markaskorarinn Jesse Lingard fyrir meiðslum og þurfti að fara af velli. Juan Mata kom inn á í hans stað. Það var leiðinlegt að sjá Lingard meiðast, fram að því hafði hann verið einn af bestu leikmönnum United í leiknum. En hann sagði sjálfur í viðtali eftir leikinn að meiðslin væru ekki alvarleg og að hann ætti að ná næsta leik.
Á 69. mínútu kom önnur tvöföld skipting hjá United þegar MR-ingarnir Rojo og Rashford komu inn á fyrir Shaw og Martial. Rojo fór beint í vinstri bakvörðinn, spurning hvort það verði þá hans hlutverk ef hann heldur áfram hjá United, að vera varaskeifa fyrir Shaw. Shaw hafði verið flottur í leiknum og Rojo stóð sig bara vel í hlutverkinu eftir að hann kom inn á.
Ranieri hefur líklega fylgst með íslenska landsliðinu á EM í Frakklandi því þegar sleggjan Hernández var kominn inn á breyttust nánast öll innköst á vallarhelmingi United í kunnugleg föst leikatriði sem greinilega voru þaulæfð. En Bailly og félagar stóðu sig betur í að verjast þeim en enska landsliðið í sumar. Ég myndi þó giska á að Leicester eigi eftir að ná í nokkur mörk eftir innköst í vetur.
Bailly fékk gult spjald eftir baráttu við Vardy, skulum kalla það öxl í öxl með smá kryddi. Vardy fékk síðan gult spjald fyrir harkalega tæklingu á Mata. Wayne Rooney náði að vinna boltann inn í markteig Leicester, gaf stutta sendingu á Zlatan sem var allt í einu í mjög góðu færi en hitti boltann illa svo það var engin hætta þar. Önnur skipting hjá Leicester, Schlupp inn á fyrir Fuchs. Leicester átti hættulegt innkast sem var flikkað áfram á Musa en hann skallaði yfir úr góðu færi.
Þá var kominn Zlatan-tími. Á 83. mínútu var Valencia með boltann úti á kantinum. Hann gaf sér ágætis tíma í að ákveða hvað hann ætti að gera næst. Ákvað svo að keyra upp að endamörkum svo hann gæti gefið fyrir með hægri. Síðan henti hann í þessa líka ljómandi fínu fyrirgjöf beint á Zlatan Ibrahimovic. Zlatan, sem að vísu hafði verið ogguponsu rangstæður þegar fyrirgjöfin kom, stökk miklu hærra en Wes Morgan og náði að skalla boltann. Skallinn var ekki fastur en góður var hann og lak framhjá Kasper Schmeichel, í stöngina og inn í markið. Zlatan var mættur á svæðið og fagnaði markinu vel
What time is it? ⏰#MUFCpic.twitter.com/omWjjv524m
— Manchester United (@ManUtd) August 7, 2016
Á 87. mínútu fór fyrirliðinn Wayne Rooney af velli fyrir Morgan Schneiderlin. Stoðsendingakóngurinn Antonio Valencia tók þá við fyrirliðabandinu. Hann virtist bara nokkuð kátur með það.
I just wanna be as happy as that captain’s armband made Valencia pic.twitter.com/h4lTKL1AcU
— Saint Renato (@Tobology) August 7, 2016
Undir lokin henti Leicester allt í sóknina. Miðvörðurinn Huth var tekinn af velli fyrir sóknarmanninn Ulloa og Kasper Schmeichel var farinn að bruna fram í hornspyrnum. Mourinho ákvað að nota sína síðustu skiptingu til að vinna tíma og bæta smá hæð við liðið. Hann setti því hinn 177 cm háa Mkhitaryan inn á og tók hinn 170 cm háa Juan Mata af velli. Mata hafði rétt komið inn á völlinn hálftíma áður. Hætt er við því að það verði blásið upp í fjölmiðlum en Mourinho gerði lítið úr því (no pun intended) eftir leik, sagði einfaldlega að hann hefði þurft að taka minnsta leikmanninn af velli, ekkert flóknara en það.
Mourinho: „He (Mata) played very well. The rules allow six changes and I needed to take the smallest player off – long balls were coming.“
— utdreport (@utdreport) August 7, 2016
Þetta dugði og Manchester United vann leikinn og skjöldinn. Fyrsti titill Mourinho með United. Fyrsti titill Zlatan með United. Flott byrjun á tímabilinu. Leikurinn var ekki frábær, hann bar mörg merki þess að vera fyrsti leikur tímabilsins og að United hefur ekki getað fengið alveg það undirbúningstímabil sem það hefði þurft. Enn og aftur vantaði upp á almennilegt flæði í sóknarleikinn og svo var eins og það vantaði eitthvað, einhvern herslumun, eitthvað púsluspil, inn í miðjuna hjá United. Eitthvað sem mætti kannski laga með eins og einum heimsklassa miðjumanni (#pogback). Wayne Rooney var ekki góður. Hann þarf að fara að spýta í lófana ef hann ætlar ekki að missa sitt pláss í liðinu.
En það voru líka ljósir punktar í leiknum. Zlatan skoraði gott mark. Jesse Lingard var frábær þar til hann meiddist. Allir 3 bakverðirnir voru flottir og Blind var solid. Maður leiksins var samt Eric Bailly. Hann hikstaði kannski smávegis í byrjun leiks en var þvílíkt flottur eftir það. Sterkur í föstum leikatriðum, gríðarsterkur í návígjum, fljótur og með fínan leikskilning auk þess sem hann er öruggur á boltanum og virðist vera nokkuð jafnfættur. Hann er vissulega ungur ennþá og reynslulítill, hann mun líklega gera mistök en það er efniviður í eitthvað virkilega öflugt í þessum gutta.
@samuelluckhurst @ZeeshanMasih01 Very vocal too considering his tender years pointing for positioning etc encouraging to see
— Busby Babes (@BusbySnakeHips) August 7, 2016
May be wrong, but I’d read more into fact Mata brought on when Mourinho needed a goal rather than him being taken off when protecting it.
— Adam Crafton (@AdamCrafton_) August 7, 2016
Mourinho says last season Valencia would have probably played the ball backwards rather than crossing for Ibrahimovic. #mufc
— Samuel Luckhurst (@samuelluckhurst) August 7, 2016
Ibrahimovic: „This is my 31st trophy and hopefully I can win more than this. We play against a good team.“ #MUFC #GGMU
— Manchester United (@theunitedend) August 7, 2016
Nr 31 pic.twitter.com/xmpYE787do
— Zlatan Ibrahimović (@Ibra_official) August 7, 2016