United mætti Galatasaray í Gautaborg í Svíþjóð í dag þar sem Zlatan Ibrahimovic kynnti sjálfan sig til leiks eins og Zlatan einn getur gert. Leikurinn var kaflaskiptur en United tók öll völd í seinni hálfleik og kláraði leikinn með stæl.
Bekkur: Johnstone, Romero, Darmian, Jones, Rojo, Carrick, Fellaini, Lingard, Mata, Memphis, Young, Rashford.
Okkar maður Elli var á leiknum og tísti um för sína frá Kaupmannahafnar til Gautaborgar á leikinn en fylgjast má með ævintýrum hans hér fyrir neðan.
Að leiknum
Það er bara einn Zlatan
Eftir þetta missti United reyndar öll tök á leiknum og Galatasray gekk á lagið og skoraði tvö mörk í fyrri hálfleik eftir klaufagang í vörn United. United er búið að fá á sig 6 mörk á æfingarferðalaginu hingað til og amk þrjú af þeim hafa verið afar ódýr. Staðan var 1-2 í hálfleik og í honum hefur annað að tvennu gerst.
- a) Mourinho las mönnum pistilinn
- b) Woodward kom við inn í klefanum hjá Galatasaray með stútfullt umslag
Í seinni hálfleik komu Romero, Darmian, Jones, Rojo, Carrick, Fellaini, Lingard, Mata, Memphis, Young og Rashford inn á í tveimur skömmtum og United gjörsamlega tók yfir. Liðið spilaði á köflum frábæran bolta og leikmenn eins og Fellaini, Mata, Lingard og Valencia voru að spila fantavel.
Þegar uppi var staðið var United búið að skora fjögur mörk og leikar fóru 5-2.
Nokkur tíst
https://twitter.com/r_o_m/status/759461571378675712
https://twitter.com/r_o_m/status/759463122675597313
https://twitter.com/r_o_m/status/759463535349002241
https://twitter.com/r_o_m/status/759464864528101376
https://twitter.com/r_o_m/status/759466509538394112
https://twitter.com/r_o_m/status/759471774140600320
https://twitter.com/r_o_m/status/759471508624465921
https://twitter.com/adamwsweeney/status/759468152954712064
Síðasti æfingarleikur liðsins fyrir tímabilið er svo 3. ágúst þegar United mætir Everton í leik til heiðurs Wayne Rooney á Old Trafford.