Samkvæmt Raphael Honigstein sem er mjög traustverðugur þegar kemur að skúbbi úr þýska boltanum þá eiga Dortmund og United að vera nánast búin að ganga frá félagaskiptum armenska landsliðsmannsins Henrikh Mkhitaryan til Old Trafford. Mkhitaryan sem er 27 ára getur leikið hvort sem er á miðjunni eða á hægri vængnum.
https://twitter.com/honigstein/status/747142471126294529
Þetta er ansi góðar fréttir ef allt gengur upp en Sky Sports greinir frá því sama. Fyrir var United búið að ganga frá kaupum á Eric Bailly, ungum varnarmanni Fílabeinsstrandarinnar, frá Villarreal. Einnig er búist við að eitthvað muni skýrast með Zlatan Ibrahimovic á næstu dögum.
Hér að neðan má sjá myndband af helstu frammistöðum Henrikh Mkhitaryan frá liðnu tímabili. Þetta er spennandi leikmaður sem getur spilað nánast hvar sem er svo lengi sem það sé ekki fyrir aftan miðjulínuna. Hann átti frábært tímabil á afstaðinni leiktíð og var m.a. valinn leikmaður ársins í Bundesligunni af leikmönnum deildarinnar.