Louis van Gaal hefur verið sagt upp störfum sem framkvæmdastjóra Manchester United, aðstoðarmenn hans, þeir Albert Stuivenberg, Frans Hoek og Max Reckers fylgja Van Gaal út um dyrnar. Manchester United hefur staðfest þetta.
https://twitter.com/ManUtd/status/734829127602167810
Ed Woodward segir
I would like to thank Louis and his staff for their excellent work in the past two years culminating in winning a record-equalling 12th FA Cup for the club (and securing him a title in four different countries). He has behaved with great professionalism and dignity throughout his time here. He leaves us with a legacy of having given several young players the confidence to show their ability on the highest stage. Everyone at the club wishes him all the best in the future.“
Sagt er að ákvörðun um nýjan stjóra verði tilkynnt fljótlega
United birtir einnig yfirlýsingu frá Van Gaal þar sem hann segir m.a.:
I am immensely proud to have helped United win the FA Cup for the 12th time in the club’s history. I have been privileged during my management career to have won 20 trophies but winning the FA Cup, which is steeped in so much history, will always be one of the most special achievements of my career.
I am very disappointed to be unable to complete our intended three-year plan. I believe that the foundations are firmly in place to enable the club to move forward and achieve even greater success.
Finally, my special thanks go to Sir Alex Ferguson and Sir Bobby Charlton for always making me and my family feel so welcome throughout my time as Manchester United manager.
Svo virðist sem að Louis van Gaal hafi fengið fregnirnar í gær frá Ed Woodward og dagurinn í dag hafi farið í það að ganga frá lausum endum.
https://twitter.com/TelegraphDucker/status/734833763100831744
Fréttirnar láku út í morgun en raunar var fastlega gert ráð fyrir því að dagurinn í dag yrði sá síðasti í stjóratíð United eftir að allir helstu miðlar Bretlands greindi frá því um helgina að Jose Mourinho myndi taka við United.
Craig Norwood sem lesendur þessarar síðu ættu að þekkja tístir svo um að gengið verði frá ráðningu Mourinho á næstu 2 dögum. Norwood starfar sem ljósmyndari fyrir félagið og tístir ekki oft en þegar hann gerir það er alltaf kjöt á beinunum.
https://twitter.com/CraigNorwood/status/734831416417112064
Skv. fréttum fær Van Gaal fimm milljónir punda í starfslokasamning, sem er einn milljarður króna, plús eða mínus. Hann var staddur á æfingarsvæði United í morgun ásamt lögfræðingi, líklega til þess að semja um starfslokasamninginn eða ganga frá öllum pappírum og svona.
Óvíst er með stöðu Ryan Giggs en fregnir herma að honum verði boðin þjálfarastaða undir stjórn Mourinho. ESPN greinir frá því að Giggs sé að alvarlega að íhuga það að yfirgefa félagið en eins og flestir vita var planið með ráðningu Louis van Gaal upphaflega það að Giggs myndi sjálfur taka við eftir næsta tímabil.
Í raun þarf ekki að koma á óvart að Louis van Gaal hætti og Mourinho taki við. Þetta var verst geymda leyndarmál fótboltans frá áramótum og nánast orðið óumflýjanlegt. Ítarleg grein Daniel Taylor, yfirmann knattspyrnuumfjöllunar á The Guardian varpar svo ljósi á það hvernig Louis van Gaal var gjörsamlega búinn að missa klefann.
https://twitter.com/dtguardian/status/734496983726096384
FA-bikarinn var vissulega kærkominn og Louis van Gaal hefur að mörgu leyti gert ágæta hluti með þetta United-lið. En þegar öllu er á botninn hvolft er 5. sæti í deild og það að komast ekki áfram úr riðlakeppni Meistaradeildarinnar í sögulega léttum riðli er dauðasynd sé maður knattspyrnustjóri Manchester United. Það er ekkert flóknara en það.
Við hér á Rauðu djöflunum þökkum Louis van Gaal fyrir framlag sitt en bjóðum á sama tíma Jose Mourinho velkominn til starfa.