Var þetta síðasta hálmstráið hjá Louis van Gaal? Tap gegn West Ham staðreynd sem þýðir að Meistaradeildarsætið er að öllum líkindum úr sögunni. Við gætum treyst á að Swansea vinni City um næstu helgi en ég er bara ekki viss um að United vinni sigur á Bournemouth í lokaleiknum.
Þetta var kaflaskiptur leikur. Fyrri hálfleikur var ekkert nema ömurð af hálfu United. Seinni hálfleikur var töluvert betri en lokakaflinn fór með okkur.
Líkt og flestir vita var leiknum frestað um 45 mínútur. Ástæðan? Jú, vanvitar sem kalla sig stuðningsmenn West Ham grýttu rútu United-manna þegar þeir mættu fyrir utan Upton Park. Fáranlegt að svona geti gerst í úrvalsdeildinni og líkt og sjá má hér fyrir neðan leit þetta afskaplega illa út.
https://twitter.com/offsideliam/status/730102156422983680
https://twitter.com/munitedhome/status/730099702616735745
Gluggar rúturnar brotnuðu og fleira hresst. Menn voru eitthvað að segja að United hafi verið seinir á staðinn en það reyndist ekki rétt.
https://twitter.com/samwallacetel/status/730114670711943169
Fávitinn sem eigandi West Ham er reyndi að klína þessu á United og sagði að ef menn myndu skoða rútuna kæmi í ljós að ekkert sæist á henni. *Ahemm.* Honum fannst verst að leiknum skyldi vera seinkað enda hafi West Ham menn planað mikla sýningu enda síðasti heimaleikurinn á Upton Park framundan.
https://twitter.com/adamwsweeney/status/730109521742434304
https://twitter.com/timnicholsdm/status/730110940411265025
Þvílíkur fáviti.
Jesse Lingard tók þetta upp og ég ætla bara að setja það hér án athugasemda.
https://twitter.com/wozthegooner/status/730122716527906816
Ég ætla rétt að vona að West Ham verði sektað duglega fyrir þetta fáranlega atvik og helst ætti að skella félaginu í eitthvað heimaleikjabann á næsta tímabili, svona í tilefni þess að þeir eru að fara að fá glænýjan heimavöll á kostnað breskra skattgreiðenda.
Allavega, byrjunarliðið var svona.
Bekkur: Romero, Borthwick-Jackson, Jones, Carrick, Lingard, Januzaj, Memphis
Fyrri hálfleikur
Þetta var alveg skelfilega slakur hálfleikur hjá United og okkar mönnum tókst á einhvern undraverðan hátt að vera hvergi á vellinum. West Ham lá í sókn en samt virtist enginn vera í vörn. Þegar okkar menn reyndu svo að sækja framar á vellinn var enginn frammi og enginn á miðjunni. Stórmerkilegt í rauninni.
Sóknartilburðir okkar reyndust vera tvennskonar. Annarsvegar dúndraði einhver varnarmaður fram þar sem Rashford eða Martial reyndu að elta boltann uppi án árangurs. Hinsvegar fékk Rooney boltann og reyndi klassískar Steven Gerrard Hollywood-bolta sem enduðu hvergi. Jibbí.
West Ham menn voru mikið mun öflugar í öllum aðgerðum. Þeir fóru á fullum krafti í allar tæklingar og voru miklu kraftmeiri allstaðar. Þeir uppskáru mark sem var fyllilega verðskuldað en einstaklega ljótt. Eftir fína sókn upp vinstri kantinn fékk Lanzini boltann einn í teignum. Viðstöðulaust og frekar dapurt skot hans fór beint í Blind og þaðan óverjandi í bláhornið.
West Ham hefði getað verið 3-0 yfir í hálfleik. Andy Carroll var af einhverjum ástæðum skilinn eftir í sókninni og rölti bara að marki eins einn og óvaldaður og hægt er. Sem betur fer var De Gea þó vel á verði og varði. Payet fékk svo fínt færi en arfaslakt skot hans fór langt yfir.
Þetta lofaði alls ekki góðu og þetta var eiginlega alveg ömurlegt að sjá. Wayne Rooney var manna lélegastur en varla mótti þá sjá hver var að spila verst hjá United.
Seinni hálfleikur
Carrick fór inn á fyrir Schneiderlin í hálfleik og við það braggaðist leikur United til muna. Okkar menn náði tökum á leiknum og uppskáru jöfnunarmarkið fljótlega í fyrri hálfleik. Rashford gaf á Mata sem gerði virkilega vel í því að koma boltanum í teiginn þar sem Martial, hver annar, var mættur og setti boltann í autt markið.
United-menn spiluðu mun betur eftir jöfnunarmarkið þó að West Ham ógnuðu alltaf markinu. Þeir virtust fá aukaspyrnu við hverja snertingu en það kom ekki að sök, strax í það minnsta.
Martial kom okkur yfir þegar um það bil korter var eftir og maður hélt þá bara kannski að þetta væri að fara að takast. En nei, að sjálfsögðu ekki var Adam lengi í Paradís. West Ham tróð tveimur mörkum í andlitið á okkur eftir fast leikatriði og skelfilega varnarvinnu í bæði skiptin.
Lokatölur 3-2 fyrir West Ham.
Bless, bless Van Gaal?
Sko, sitt sýnist hverjum um Louis van Gaal. Að mörgu leyti hefur hann staðið sig ágætlega en hann er þó að falla á þeim prófum sem skipta máli. Að ná ekki að minnsta kosti fjórði sæti með Manchester United er bara einfaldlega brottrekstrarsök, óháð því hvort menn vinni FA-bikarinn eða ekki.
Meistaradeildarsætið er einfaldlega ófrávíkjanleg lágmarkskrafa. Vissulega er United-starfið ekki það auðveldasta, vissulega þarf mikið að gera og vissulega hefur Louis van Gaal gert mikið af því sem þurfti að gera til að taka til eftir Moyes og það sem Ferguson skildi eftir og þurfti að laga. En, þú verður einfaldlega að gera allt þetta OG ná Meistaradeildarsætinu. Sorry, þannig er þetta bara.
Svo skulum við ekki gleyma því að Louis van Gaal datt líka út úr riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Hann hefur því fallið á þeim tveim mælistikum sem stjóri Manchester United er helst dæmdur eftir.
Þetta er ekki nógu gott, við búumst við meira og úrslit kvöldsins þýða varla annað en að á næsta tímabili verði einhver annar í brúnni hjá United.