Nokkuð þægilegur 2-0 sigur á Crystal Palace í kvöld.
Liðið sem hóf leik var eftirfarandi;
Bekkurinn; Romero, Fosu-Mensah, Rojo, Young, Fellaini (’77), Herrera (’71) og Memphis (´64 mín).
Það fyrsta sem maður tók eftir þegar leikurinn byrjaði var að stúkan var hálftóm. Að sama skapi var augljóst að Morgan Schneiderlin var í rauninni eini djúpi miðjumaður United í fyrri hálfleik. Fyrir framan hann voru svo Juan Mata og Wayne Rooney, á vængjunum voru svo Anthony Martial og Jesse Lingard.
Okkar menn byrjuðu leikinn af krafti og strax eftir 4. mínútur átti Matteo Darmian fyrirgjöf af vinstri kantinum sem hrökk af Demian Delaney og í netið, staðan orðin 1-0. United hélt öllum völdunum á vellinum og fékk Martin Kelly gult spjald stuttu síðar fyrir að reyna toga í Martial eftir að Frakkinn þaut framhjá honum.
Hvað varðaði leikskipulagið þá var augljóst að Lingard og Martial áttu að þrýsta mikið inn völlinn og báðir bakverðir United sóttu stíft upp vængina. Allavega fyrstu mínútur leiksins þar sem United reyndi að pressa Crystal Palace út um allan völl. Svínvirkaði hún þar sem Palace komust varla yfir miðju fyrstu 10 mín. leiksins. Eftir það róaðist leikurinn aðeins.
Eftir um hálftíma leik tók United aftur völdin og átti þónokkur skot á markið en Julian Speroni stóð vaktina vel í markinu og staðan því 1-0 í hálfleik.
Síðari hálfleikurinn var í raun mjög svipaður og fyrri hálfleikurinn. United byrjaði mjög vel og eftir 53. mínútur fékk United horn. Ótrúlegt en satt þá ákvað Daley Blind að lúðra boltanum inn í teig í stað þess að taka stutt horn. Þar var boltinn skallaður út þar sem Darmian tók boltann á bringuna áður en hann HAMRAÐI honum stöngin inn.
Eftir það virtust bæði lið nokkuð sátt með stöðuna en leikurinn spilaðist út mjög svipað og fyrri hálfleikurinn. Crystal Palace ógnaði lítið sem ekki neitt og United var nálægt því að bæta við.
Lokatölur 2-0.
West Ham United vann sinn leik og eru því aðeins stigi á eftir okkar mönnum en eftir jafntefli nágranna okkar í bláu þá eru aðeins tvö stig á milli liðanna þó svo að Arsenal sitji á milli okkar í töflunni með leik til góða.
Nokkrir punktar
a) Mjög fagmannleg frammistaða. Liðið spilaði fínan fótbolta og núlluðu Crystal Palace algjörlega út.
b) Hluti af punkti a) var örugg frammistaða Chris Smalling. Ekki í fyrsta skipti í vetur. Setti hann Emanuel Adebayor í vasann og leiddi það til þess að David De Gea þurfti ekki að verja skot í kvöld.
c) Það var þó annar varnarmaður sem stal athyglinni í dag en maður leiksins var Matteo Darmian með mark og stoðsendingu. Einnig tók hann Wilfried Zaha og setti í rassvasann en það er vert að benda á að Zaha er sá leikmaður í úrvalsdeildinni sem er með flestar heppnaðar Take ons. Vonandi að Ítalinn haldi þessu áfram út tímabilið því hann þarf nauðsynlega á sjálfstraustinu að halda.
d) Eins gaman og mér finnst að sjá nýjar útfærslur á föstum leikatriðum þá held ég að einu mörkin sem United hefur skorað eftir horn í vetur er þegar boltanum er bombað beint inn í teig frekar en að taka stutt krúsídúllu horn.
d) Magnað hversu vel spilandi liðið er þegar það er aðeins einn djúpur miðjumaður að stjórna spilinu.
e) United er núna búið að vinna sex heimaleiki í röð, og haldið hreinu í fimm þeirra. Vonandi er liði að detta í smá gír núna þegar squeeky bum time á tímabilinu er að fara í gang.
Lýsendurnir töluðu sérstaklega um hvað völlurinn var tómur í lok leiks.