Það er leikur í bikarnum á morgun kl 18:00 að íslenskum tíma, klukkan sex
Þetta er gamalkunn tilfinning. Búnir að missa af því sem máli skiptir en núna er það bikarinn og það er alltaf séns í bikarnum.
1948
Reyndar mjög gömul tilfinning, og hefur ekki gert vart við sig síðan sirka 1990. Það var það titillinn sem máli skiptir, nú er það Arséne Wenger bikarinn, fjórða sætið í deild.
1963
Og ólíkt áttunda og níunda áratugnum þá er þetta tímabil svo gjörsamlega glatað að jafnvel tilhugsunin um bikarsigur nær ekki að rífa fólk upp úr táradalnum. Margir stuðningsmenn eru svo brenndir að það er varla þann að finna sem spáir okkur sigri á morgun
1977
En ég ætla að reyna að hressa okkur aðeins við með frekar einföldum hætti
1983
Ég ætla að neita því að bikarinn skipti engu máli. Ég ætla að halda því fram að sigrar Arsenal síðustu tvö ár sem hafa komið þeim framúr United í bikarafjölda skipti máli.
1985
Ég ætla að halda því fram að það að sjá Wayne Rooney feta í fótspor, eða handarför, þeirra Charlie Roberts, Johnny Carey, Noel Cantwell, Martin Buchan, Bryan Robson, Steve Bruce, Eric Cantona og Roy Keane skipti máli
1990
Ég ætla að segja ykkur það að það mun engu máli skipta til eða frá um framtíðarstarf Louis van Gaal hvort við vinnum bikarinn eða ekki.
1994
Það er því alger óþarfi að vona að úrslitn á morgun fari þannig að Louis van Gaal missi ekki starfið.
1996
Í staðinn þurfum við bara að styðja okkar menn í að komast í undanúrslitin á Wembley þann 23. næst komandi þar sem Everton bíður og bíður þess að við flengjum þá í hefndarskyni fyrir bikarúrslitin 1995. Því jafnvel þau okkar sem muna það ekki muna það samt!
1999
Meiðslin eru þau sömu og venjulega þannig liðið verður svipað og venjulega, nema Wayne nokkur Rooney mun líklega koma við sögu. Vonandi er svo Timothy Fosu-Mensah klár í slaginn líka. Og eins og venjulega mun Louis van Gaal koma okkur á óvart með einhverjum skringilegheitum.
2004
Einhver þarf að hafa gætur á Dimitri Payet sem er eins og við vitum vel langhættulegastur West Ham manna en Manchester United á og verður að vinna West Ham United í fjórðungsúrslitum bikarsins. Við gerum kröfu um það.
Við heimtum bikarinn heim!
Munið: kl 18:00