Liðið Manchester United leit svona út. Herrera var eitthvað lítillega meiddur og er settur á bekkinn.
Varamenn Romero, Darmian, Riley, Carrick, Schweinsteiger, Weir, Herrera
Lið Liverpool:
Dómarinn í leiknum, Spánverjinn Carlos Velasco Carballo var búinn að gefa 74 gul spjöld og 6 rauð síðustu 12 leikjum og það tók hann innan við tvær mínútur að veifa spjaldi í þessum leik. Henderson fór yfir boltann og í legginn á Schneiderlin og fékk umsvifalaust spjald. Liverpool byrjuðu líka eins og við var búist og settu pressu á United frá upphafi. Það varði ekki of lengi og United tókst bara ágætlega að vinna sig út úr því og náðu að halda boltanum. En pressan kom afturog á 19. mínútu braut Memphis klaufalega á Firmino, hélt honum og sparkaði í hann aftan frá. De Gea fór í rétta átt en náði ekki nema gómnum í skot Sturridge og staðan var 1-0. Liverpool tók yfir eftir þetta og Coutinho átti að koma þeim í 2-0 en fyrir opnu marki setti hann fótinn utanfótar í boltann og gaf De Gea tækifæri til að verja frábærlega
https://vine.co/v/iH6LqtJM0a0
Liverpool hélt áfram að eiga leikinn og þegar hálftími var liðinn opnaðist vörn United enn og aftur, núna var það Chris Smalling sem rann til þegar hann ætlaði að hreinsa en Sturridge leyfði De Gea að verja frá sér, fallega gert af Sturridge en vel gert hjá Dave sem fyrr. Liverpool var með yfir 70% af boltanum og réði lögum og lofum á vellinum. Rashford og Memphis voru á köntunum og voru allajafna allt of uppteknir af Liverpool mönnum til að geta sinnt því að styðja við martial sem var einn frammi. Mata og Fellaini áttu að koma upp og styðja líka en það sást sára sjaldan, enda voruþeir oftast á miðjum eigin vallarhelmingi.
De Gea tók enn eina fína vörslu á 41. mínútu, frá Lallana í þetta sinn. Lallana komst í boltann á undan Smalling, frekar slakt hjá Smalling.
Það var því gríðarlegaur léttir að United komst inn í hléið með stöðuna einungis 1-0, slakari leik af hálfu United höfum við sjaldan séð, tja og þó, þessi vetur er að sýna okkur hvern slaka leikinn á fætur öðrum. Þegar Carrick sást vera að hita upp í hálfleik vorum við að vona að Fellaini fengi að fjúka en í staðinn var það Marcus Rashford sem kom útaf. Carrick fór í miðja vörnina og spilaði hafsent með Smalling og Rojo en Blind fór út á kantinn.
Breytingar gerðu United aðeins gott og fyrstu mínútur seinni hálfleiks voru nokkuð jafnar en það var auðvitað David de Gea sem kom fyrstur við sögu, varði langskot Coutinho prýðilega. En United hélt þessu nokkuð vel áfram og leikurinn var orðinn frekar jafn. Fyrsta skipting Liverpool var að taka Sturridge útaf og setja joe Allen inn á. Hvernig þeir ætluðu að skora án Sturridge var ekki alveg ljóst, en Clyne gerði amk betur en allir United menn fram að því með fínni neglu að marki sem De Gea þurfti að slá frá. Rétt á eftir spiluðu Liverpool menn sig vel upp, Lallana gaf út á Henderson sem hafði nægan tíma en skaut langt framhjá.
En það gat ekki gengið að hleypa Liverpool svona trekk í trekk inn í teig. Liverpool kom upp hægra megin, hugsanlega var henderson rangstæður þegar sendingin kom, Henderson gaf lélegan bolta inn í teig, Carrick lét boltann hrökkva af sér og beint á Lallana sem renndi boltanum á Firmino sem skoraði auðveldlega. 2-0 og leikurinn endanlega að renna United úr greipum.
Bastian Schweinsteiger kom inn á í fyrsta skipti í tvo mánuði fyrir Schneiderlin og Ander Herrera kom inn á fyrir Juan Mata.
Það hafði næsta lítil áhrif á leikinn og tvær mínútur í uppbótartíma liðu án þess að nokkuð frekar gerðist og niðurlægjandi tvö núll tap var staðreynd.
Þessi leikur var allur ein hörmung fyrir United. Fyrri hálfleikur var eins lélegur og nokkuð það sem við höfum séð frá United í vetur, uppstillingin á liðinu algerlega röng og afraksturinn eftir því.
Van Gaal reyndi breytingu í hálfleik sem virkaði aðeins en kom síðan gjörsamlega í bakið á honum þegar Carrick hreinlega gaf markið.
Ef United átti að vera að reyna eitthvað sóknarlega þá var það algerlega óljóst hvað það átti að vera. Skv. tölfræðinni átti liðið eitt skot á mark og það var skoti meira en þeir áttu skilið.
Nema hvað, þetta mun halda áfram þangað til að liðið er dottið úr öllum keppnum og ekki tölfræðilegur möguleiki verður á fjórða sætinu. Sem sé, um tvær vikur í viðbót með sama áframhaldi.