Liðið er komið:
og varamenn Henderson, McNair, Poole, Carrick, Riley, Pereira, Keane.
Björn Friðgeir skrifaði þann | 6 ummæli
Liðið er komið:
og varamenn Henderson, McNair, Poole, Carrick, Riley, Pereira, Keane.
Þáttur nr. 20 er kominn í loftið. Að þessu sinni ræddu Runólfur, Tryggvi Páll, Björn, Maggi og Sigurjón um alvarlega stöðu mála United undir stjórn Louis van Gaal, getuleysi stjórnarinnar og margt margt meira í þéttpökkuðum þætti þar sem málefni United voru rædd á hreinskiptinn hátt.
Hægt er að hlusta á þáttinn í spilaranum hér fyrir ofan auk þess sem hægt er að hala honum niður í gegnum spilarann eða hér að neðan. Jafnframt má gerast áskrifandi að þættinum í gegnum ýmis podkast-forrit:
Gerast áskrifandi í iTunes
Gerast áskrifandi í öðrum forritum
MP3 niðurhal: 20.þáttur
Magnús Þór skrifaði þann | 3 ummæli
Þessi upphitun mun að mestu fara yfir mótherja Manchester United í enska bikarnum. Mjög ítarlegar pælingar um Manchester United og stjóramálin munu fara fram í podkastinu okkar í kvöld.
Shrewsbury Town er á pappírum fullkomið lið til að mæta í bikarnum. Liðið er í 3.deild (League 1) og er að daðra við fall. Það yrði frekar svekkjandi fyrir liðið þar sem það kom upp í þessa deild síðasta vor. Liðið er með verstu vörnina í deildinni fyrir utan Chesterfield sem er í 20.sæti eða einu sæti fyrir neðan Shrewsbury.
Á leið sinni í 5.umferð FA bikarsins hefur liðið slegið út Gainsborough Trinity, Grimsby Town, Cardiff og Sheffield Wednesday. Liðið hélt reyndar hreinu í öllum leikjunum nema í Sheff. Wed. leiknum en hann endaði 3-2.
Þess má til gamans geta að ástmögur United manna David Moyes lék með Shrewsbury Town á sínum tíma.
Liðið hefur aldrei orðið bikarmeistari og besti árangur liðsins er að hafa komist í 8 liða úrslitin 1979 og 1982.
Liðið þurfti í gær að kalla Dean Henderson tilbaka en hann var á láni hjá Stockport County. Donald Love hægri bakvörður og Joel Castro Pereira eru bikarbundnir en þeir hafa spilað í keppninni á þessu tímabili fyrir önnur lið.
Meiðslalistinn er ansi langur og er liðið í efsta sætinu hjá physioroom.com. Menn eru auðvitað mismikið meiddir en hann á listanum eru De Gea, Borthwick-Jackson, Rooney, Darmian, Fellaini, Januzaj, Varela, Jones, Young, Schweinsteiger, Rojo, Valencia og Shaw.
Ég býst við að LvG muni stilla upp í 3-4-1-2 eða eitthvað þvíumlíkt. Ég er ekki mesti aðdáandi þeirra uppstillingar en miðað við meiðsli og þá leikmenn sem eru til reiðu þá finnst mér hún rökrétt. Reyndar vona ég að þetta verði meira 3-4-3 en ég hef brennt mig á því að vera bjartsýnn og vona of mikið á þessu tímabili. Liðinu ætla ég að spá svona:
Lingard og McNair eru í vængbakvörðum þó að myndin sýni á köntunum.
Þetta mun vera í fyrsta skipti sem þessi tvö lið mætast í keppnisleik.
Björn Friðgeir skrifaði þann | 27 ummæli
Meiðslasaga United hélt áfram áður en leikurinn einu sinni byrjaði: De Gea meiddist í upphituninni og Romero byrjaði leikinn.
Varamenn voru Romero, Poole, Riley, Pereira, Schneiderlin, Weir og Keane
Bæði lið byrjuðu vel, og Memphis var frískur hjá United, vann t.a.m. Horn sem Mata fékk ágætis færi úr. Midtjylland fengu síðan enn betra færi, úr föstu leikatriði auðvitað. Kian Hansen átti fínan skalla eftir horn en Romero varði frábærlega. Carrick hreinsaði síðan frá.
Romero ver frá Hansen
United gekk engan veginn að ná tökum á leiknum og Danirnir voru bara sprækir. Þegar Martial og Memphis tóku rispur voru þeir samt að velgja varnarmönnunum undir uggum með hraða sínum.
Kadlec fékk svakalegt færi þegar Danirnir komu í hraðaupphlaup eftir að United missti boltann við teig Midtjylland. Hassan og Kadlec voru baðir komnir innfyrir og í staðinn fyrir að renna boltanum á Hassan tók Kadlec sjálfur skotið, beint á Romero. United kom upp í gagnsókn, Lingard gaf fyrir, Martial missti af boltanum og Memphis sem var kominn rækilega úr jafnvægi náði samt að stoppa boltann með vinstra fæti og skaut síðan með hægri, framhjá Andersen í markinu. 1-0 fyrir United og von til þess að liðið myndi nú stíga upp og klára málið.
Fyrir utan færið hjá Kadlec voru sóknir Midtjylland oftast að brotna niður fyrir utan teig, oftast þannig að vörnin hirti boltann af sóknarmönnunum. En tveim mínútum fyrir hlé kom jöfnunarmarkið. Pione Sisto fékk boltann beint frá Carrick, tók Herrera á sprettinum og komst í skotfæri, nýtti það og boltinn fór af Smalling og inn.
Eitt eitt í hálfleik og það gaf bara ágæta mynd af leiknum
Seinni hálfleikur byrjaði auðvitað alveg eins og sá fyrri gekk fyrir sig. Lingard fékk tvö ágæt færi, fyrra skotið fór langt framhjá en seinna í slána eftir hreint ágætan samleik. Annars var Martial langbestur United manna, lék dönsku vörnina oft grátt.
Það var svo Sergio Romero sem bjargaði glæsilega á 63. mínútu, fyrirgjöf frá hægri og Onuachu skallaði dauðafrír en hreint ótrúlegt hvernig Romero náði að kasta sér og verja.
https://vine.co/v/ivQvDMYLxL1
Ander Herrera var búinn að vera afgerandi slakastur af mörgum slökum í leiknum og eini maðurinn með reynslu á bekknum, Morgan Schneiderlin kom inn á fyrir hann á 72. mínútu. Þá var liðið komið með gömlu góðu tvo varnarmiðjumenn til að tryggja jafnteflið.
Onuachu var hins vegar miklu betri varamaður. var búinn að vera mjög frískur, fékk síðan boltann út við teig og missti hann. Mata var hins vegar alltof ragur í að hirða lausa boltann þannig að Onuachu tók hann bara til baka, sneri og skaut, í bláhornið framhjá Romero.
Síðasta kortér leiksins voru FC Midtjylland síðan mun betri. Sisto lék listir sínar að vild og Van Gaal og Giggs voru steinrunnir á bekknum.
Háðuglegt tap gegn liðið sem ekki hefur spilað keppnisleik í 2 mánuði og hafði unnið 1 af síðustu níu leikjum þar á undan var síðan staðreynd.
Nú er þetta búið. Nú verður að láta Louis fara. Mourinho kemur inn, kynnist leikmönnum næstu mánuðina og veit þá hvað þarf að gera í sumar, frekar en að koma kaldur inn í júni.
Í leiknum í dag voru það bara Anthony Martial og Sergio Romero sem spiluðu á United klassa. Memphis og Lingard áttu smá rispur, aðrir voru á bilinu slakir til hörmulegir, Herrera sem fyrr segir verstur, Mata var ósýnilegur nema þegar hann varð að klúðra og Donald greyið Love gerði lítið nema að fá gult spjald fyrir gróft spark í andstæðing.
Pione Sisto er hins vegar klárlega kominn á innkaupalista víða um álfuna eftir sína frammistöðu og ef Paul Onuachu endar ekki í ensku úrvalsdeildinni verð ég hissa, stór og sterkur strákur sem hélt boltanum vel og var flinkur að auki.
Björn Friðgeir skrifaði þann | 2 ummæli
Í annað skiptið síðan nýtt fyrirkomulag var tekið upp hefur United keppni í Evrópudeildinni eftir áramót eftir að hafa dottið úr Meistaradeildinni fyrir áramót. Síðast komst United í 16 liða úrslit en nú eru verðlaun fyrir sigur í Evrópudeildinni ekki bara eini alvörubikar sem Manchester United hefur aldrei unnið, heldur einnig sæti í Meistaradeildinni í haust, og það eru ansi margir sem horfa á stöðuna í deildinni og segja að þetta sé okkar eini möguleiki til þess.
Það er hins vegar sýnd veiði en ekki gefin, vinna þarf fimm lið til að hampa þessum stóra gullfallega bikar og það eru mörg strembin lið eftir í keppninni, t.a.m. Borussia Dortmund, Fenerbahçe með vini okkar Robin van Persie og Nani innanborðs, Napoli og Fiorentina, sem eru í öðru og þriðja sæti í Serie A, Olympiakos er að rústa grísku deildinni án hjálpar Alfreðs Finnbogasonar, Bayer Leverkusen með einhvern mexíkanskan markahrók í aðalhlutverki, Athletic, Valencia og Sevilla frá Spáni og síðast og síst Tottenham og Liverpool. Þarna eru nóg af liðum sem gætu reynst brothættu liði Manchester United þolraun.
En það er ekkert af þessum evrópsku risum sem við heimsækjum á morgun. Í stað þess liggur leið okkar á heiðar Jótlands þar sem FC Midtjylland, dönsku meistararnir bíða.
FC Midtjylland er innan við 20 ára gamalt félag, sameinað lið Herning Fremad og Ikast FS. Liðið leikur á MCH Arena í Herning
Þrátt fyrir sameiningu gekk liðinu ekki mikið betur en áður þangað til í fyrra. Það sem tryggði þann meistaratitil var að koma Matthew Benham, aðaleiganda enska liðsins Brentford. Benham er eigandi Smartodds veðmálafyrirtækisins. Úr því starfi þekkir hann vel notkun tölfræði og beitir henni óspart við stjórnun þessara tveggja liða. Benham er þó meinilla við að kalla þetta Moneyball og er ekki að kaupa menn út á tölfræðina eina saman. En því er ekki að neita að þetta er að virka að mörgu leyti. Brentford óð upp deildir og komst í úrslitakeppnina um að komast í úrvalsdeildina, og Midtjylland tók titilinn á fyrsta ári.
En nú er Brentford um miðja deild, og FC MidtJylland í þriðja sæti í Alka ofurdeildinni. United hlýtur því að hugsa gott til glóðarinnar.
FC MidtJylland fór í jólafrí 10. desember eftir jafnteflið við FC Brugge sem skilaði liðinu áfram úr riðli sínum í Evrópudeildinni. Napoli vann alla leikina í riðlinum, en MidtJylland komst áfram með sjö stig. Þeir töpuðu báðum leikjunum við Napoli illa 1-4 heima og 0-5 úti.
Danska deildin er enn ekki hafin á ný og þetta verðu því fyrsti alvöru leikur liðsins í tvo mánuði. Liðið hefur styrkt sig nokkuð í hléinu, Sex nýir leikmenn hafa komið til liðsins, þeirra dýrastur framherjinn Václav Kadlec frá Eintract Frankfurt, Harmeet Singh, sem einhver kallar víst „norska Iniesta“ kom frá Molde og tveir miðverðir koma að láni, Daniel O’Shaugnessy frá systurfélaginu Brentford og Nikolai Bodurov frá Fulham.
Böðvar Böðvarsson sem tengiliðir mínir í íslenska boltanum fullvissa mig um að sé kallaður „Böddi löpp“ er líka í láni hjá FC Midtjylland frá FH, en hann tók þátt í Evrópuleikjum FH í haust og er því ekki gjaldgengur í Evrópudeildina
Það má því búast við að liðið sé því nokkuð sterkara en það var í haust þó miðvörðurinn Erik Sviatsjenkó hafi verið seldur til Celtic.
Fyrir í liðinu eru bestu menn þess, miðjumaðurinn Tim Sparv sem er fyrirliði finnska landsliðsins og líklega besti varnarmiðjumaður í dönsku deildinni og Pione Sisto, 21 árs danskur kantmaður sem var frábær á meistaratímabilinu en hefur víst aðeins dalað í vetur.
Eitt af meginvopnum Dananna eru föst leikatriði, allt að helmingur marka þeirra koma úr slíkum og þeir hljóta að hafa horft á leikinn gegn Sunderland af miklum áhuga hvað það varðar.
En þegar litið er til þess að liðið er að koma úr vetrarfríi þá er eitthvað mikið að ef okkar menn taka þetta ekki föstum tökum og vinna auðveldlega. Og, jú það er ýmislegt að hjá United.
Nú síðdegis bárust fréttir sem skýra hvers vegna Wayne Rooney ferðaðist ekki með liðinu.
Hann er meiddur á hné og verður frá allt að tvo mánuði!
Þessar fréttir eru auðvitað hrikalegar fyrir klúbbinn, ekki síst þar sem Rooney hefur verið að ná sér verulega á strik undanfarið.
Anthony Martial hlýtur nú að spila fremst og plön um að gefa Will Keane séns fara líklega á hilluna.
Framundan eru fjórir leikir á 11 dögum, þrír mikilvægir en léttir á pappír leikir gegn FC Midtjylland og Shrewsbury, og síðan Arsenal leikurinn þrem dögum eftir seinni leikinn gegn Midtjylland.
Enginn af aðalliðsleikmönnunum sem lékum með U-21 í stórsigrinum gegn Norwich um daginn var með móti Reading á mánudag og þeir eiga eftir að koma mikið við sögu í næstu þrem leikjum. Ég ætla samt að giska á að liðið á morgun verði það sterkasta af þessum þrem. Þannig má tryggja góð úrslit sem þýða að hægt verði að hvíla menn í seinni leiknum sem þurfa að vera góðir gegn Arsenal.
Hópurinn sem ferðaðist til Danmerkurvar samt frekar ungur og leit svona út: De Gea, Romero, Love, McNair, Smalling Blind, Poole, Riley, Carrick, herrera, Schneiderlin, Lingard, Pereira, Weir, Mata, Memphis, Martial, Keane.
Cameron Borthwick-Jackson fær frí og Fellaini er meiddur
Þetta er auðvitað alger ágiskun. Vörnin er sjálfvalin, allir inni sem eru ómeiddir, Paddy McNair fær þó örugglega að byrja í einhverjum af næstu þrem leikjum. Það væru mikil vonbrigði að sjá Carrick og Schneiderlin byrja, Herrara á skilinn séns. Andreas Pereira hlýtur að spila, og vonandi nógu vel til að fá að spila alla næstu þrjá leiki. Will Keane á skilið leik, hvort sem það verður þessi eða gegn Shrewsbury en meiðsli Rooney breyta ansi miklu.
Hvað um það. Auðveldur sigur á morgun er krafan og að koma heim frá Danmörku með sæti í næstu umferð því sem næst tryggt.
Leikurinn er kl. 18:00 á morgun
Vertu með í Fantasy leiknum okkar!