James Bond
Jóladagatal, 15. desember 2015, 9 dagar til jóla
2011 útgáfan af David De Gea
Nú fer að hitna í kolunum. Jólin eru svo rétt handan við hornið að niðurtalningin er komin í eins stafa tölur. Þetta er orðið rosalegt! Það liggur við að maður sé farinn að finna hangikjötslyktina í loftinu og finna bragð af hamborgarhrygg og jólaöli.
Jólasveinarnir halda áfram að streyma til byggða. Að þessu sinni kom hinn eitursvali Þvörusleikir til byggða. Hvað er sagt um þann fella?
Sá fjórði, Þvörusleikir,
var fjarskalega mjór.
Og ósköp var hann glaður,
þegar eldabuskan fór.
Þá þaut hann eins og elding
og þvöruna greip,
og hélt með báðum höndum,
því hún var stundum sleip.
Jóladagal, 14. desember 2015, 10 dagar til jóla
Minnum á jóladagalið fyrir gærdaginn sem kom inn rétt í þessu hér að neðan, greinina um Evrópudeildardráttinn og podkastið sem var tekið upp á sunnudaginn, einnig hér að neðan.
Nick Culkin
Þriðji jólasveinninn sem kemur til byggða er Stúfur. Hann hefur að vísu ekki eingöngu gengið undir því nafni, hann hefur líka verið kallaður Pönnuskefill eða Pönnuskuggi. Hann er aðallega þekktur fyrir tvennt, hann er stuttur og hann vill hirða agnir.
Stúfur hét sjá þriðji,
stubburinn sá.
Hann krækti sér í pönnu,
þegar kostur var á.
Hann hljóp með hana í burtu
og hirti agnirnar,
sem brunnu stundum fastar
við barminn hér og þar.
Manchester United mætir Midtjylland í Evrópudeildinni
Það er komið að því að ná sér eftir vonbrigðin gegn Wolfsburg og horfast í augu við það að United er ekki lengur í Meistaradeildinni.
Fyrir sum okkar er það huggun en önnur bölvun að fyrir vikið erum við í Evrópudeildinni. Það er oft sagt að leikur á fimmtudegi þýði tap um helgina og sum myndu vilja að United dytti sem fyrst út.
Ég ætla að leyfa mér að vera alveg ósammála! Úr því sem komið er þá er bara eitt að gera og það er að hirða einn af fáum bikurum sem aldrei hefur sést á Old Trafford
Manchester United mætir Midtjylland frá Danmörku í 32 liða úrslitum Evrópudeildarinnar
Leikirnir fara fram fimmtudagana 18. og 25. febrúar og seinni leikurinn verður á Old Trafford.
Jóladagatal, 13. desember 2015, 11 dagar til jóla
Gluggi dagsins í jóladagatalinu er ekki af verri gerðinni!
George Best
Annar jólasveinninn til að mæta til byggða er sjálfur grallarinn hann Giljagaur.
Giljagaur var annar,
með gráa hausinn sinn.
Hann skreið ofan úr gili
og skaust í fjósið inn.
Hann faldi sig í básunum
og froðunni stal,
meðan fjósakonan átti
við fjósamanninn tal.