Leikurinn
Enn eitt markalausa jafnteflið staðreynd. United var rosalega mikið með boltann og með fullt af hægum hliðarsendingum. Liðið bjó til færi leiknum og átti 3 skot á markið en 1000 (12) skot framhjá markinu. Liðið átti kannski að fá vítaspyrnu í fyrri hálfleik þegar Fellaini var tekinn niður í teignum en sú varð ekki raunin. Besta færi United kom í seinni hálfleik þegar Martial renndi boltanum á Fellaini sem nánast þurfti bara að pota boltanum í markið en Adriano í marki West Ham var vel á verði.
West Ham spilaði þennan leik fullkomlega, það eina sem vantaði var að nýta hraðaupphlaupin sem liðið fékk. Winston Reid miðvörður gestanna var að mínu mati langbesti maður vallarins í dag. West Ham er hörkulið og í dag vantaði töluvert í liðið en það sást ekki á spilamennsku liðsins. Mauro Zarate var hársbreidd frá því að vinna leikinn þegar komst í 1 á móti 1 gegn De Gea en renndi boltanum langt framhjá.
Þessi leikur var ekkert hræðilegur þannig séð. United bjó til fleiri færi en það er vant. Þetta eru hinsvegar slæm úrslit miðað við hvernig City leikurinn fór.
Nokkur tíst
https://twitter.com/Runolfur21/status/673159438761639936
https://twitter.com/StuMathiesonMEN/status/673189637893001217
https://twitter.com/kpsundayworld/status/673191486406664192
https://twitter.com/manndjofull/status/673184682394169344
https://twitter.com/AlexShawESPN/status/673184580065746944
https://twitter.com/Malachians/status/673184433956978688
https://twitter.com/AnnieEaves/status/673183845622145024
Maður leiksins
Maður leiksins er Wayne Rooney sem sat uppi í stúku og með bland í poka.
Bekkur: Memphis (Schweinsteiger), Carrick (Schneiderlin), Young, Romero, Varela (McNair), Borthwick-Jackson, Pereira.