Meistaradeildarkvöld á Old Trafford…fátt betra og það er eitt slíkt í vændum enda er PSV á leiðinni í heimsókn. Við höfum að harma að hefna, ekki bara fyrir tapið í fyrstu umferð riðlakeppninnar heldur einnig fyrir fótbrotið á Luke Shaw [footnote]Endurhæfing hans gengur btw vel og von er á því að hann fari í skoðun á næstu dögum svo hægt sé að meta framhaldið[/footnote]
Það var ekkert sérstök byrjun á riðlakeppninni en United hefur rétt úr kútnum og sigur á morgun tryggir ósköp einfaldlega sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Við erum því á ágætis róli, engar flugeldasýningar kannski en allt á réttri leið, nákvæmlega eins og í deildinni.
PSV
Ég fór ágætlega yfir Philip Cocu í upphituninni fyrir fyrri leikinn og því er tilvalið að kíkja á það séu menn áhugasamir um þennan ágæta stjóra sem gerði PSV að Hollandsmeisturum á síðasta tímabili.
Liðið er líka að gera ágætis hluti Í Meistaradeildinni og er með sex stig í 2. sæti, einu stigi á eftir okkar mönnum. Staðan er þannig að öll liðin eiga möguleika á því að fara áfram. PSV fær CSKA í heimsókn í lokaumferðinni og er því í ágætri stöðu nái þeir í stig eða meira á morgun.
Hollendingarnar hafa reyndar ekki miklar rósir á útivöllum og tapað báðum sínum leikjum hingað til og stigin sex hafa öll komið á heimavelli.
Heima fyrir eru þeir á ágætis róli, í þriðja sæti á eftir erkifjendunum í Ajax. Um helgina gerði liðið jafntefli við WIllem II í tiltölulega erfiðum útileik þar sem þeir lentu 2-1 en náðu að jafna fyrir rest.
Uefa segir að Lestienne, Koch og Willems séu meiddir. Það er ágætt, Lestienne hefur verið sérstaklega sprækur fyrir PSV í vetur og lagði m.a. upp seinna mark liðsins gegn United en hann er þeirra stoðsendingahæsti leikmaður.
Öðru leyti eru allir heilir og Cocu getur nokkurnveginn stillt upp sínu sterkasta liði á morgun.
United
Það er nú varla hægt að segja það sama um United en að undanförnu hefur ákveðið meiðslavandamál læðst aftan að okkar mönnum eftir frekar meiðslafrítt tímabil. Leikurinn gegn Norwich var smá púsluspil enda virtist annar hver leikmaður meiðast í þessu fullkomlega tilgangsmikla landsliðshléi.
Jæja, hvað um það. Van Gaal splæsti í blaðamannafund í dag og þar kom fram að Wayne Rooney og Anthony Martial eru fullsprækir og til í tuskið. Það sama er ekki hægt að segja um Phil Jones [footnote]SHOCKER![/footnote] og Ander Herrera sem eru á meiðslalistanum ásamt Valencia, Carrick og auðvitað Shaw.
Gæti verið verra.
Leikmennirnir æfðu fyrir leikinn í dag og það var mikið af u21-leikmönnum á æfingunni þannig að það er spurning hvort að einhver þeirra fái sénsinn á bekknum eins og undanfarið. Bastian fékk svo hvíldardag í verðlaun fyrir þetta yndislega mark sem HANN skoraði á laugardaginn.
Ég átta mig ekki alveg á því hvernig við gætum séð liðið á morgun. Það kæmi mér ekkert svo á óvart ef Blind myndi skella sér á miðjuna, svona aðeins til þess að Bastian smá frí. Sér einhver fyrir sér miðju með Schneiderlin og Fellaini? Það hljómar einhvernveginn einum of á heimavelli þar sem við munum vera með 65 prósent possesion.
McNair gæti jafnvel fengið að koma inn við hlið Smalling. Í raunar skiptir engu máli hver er með Smalling, hann er orðinn það öflugur. Setjum Darmian og Young eða Rojo í bakvörðinn.
Ég vil endilega sjá Lingard nýta tækifærið sitt og Memphis má byggja á fínni frammistöðu. Setjum Rooney þarna með þeim en leyfum Martial að hvíla svo hann jafni nú sig alveg fullkomnlega á þessum meiðslum sínum.
Verkefnið er einfalt. Sigur og farseðilinn í útsláttarkeppnina er bókaður. Það myndi létta pressuna og það er fínt að þurfa ekki að fara til Wolfsburg með það á bakinu að verða að ná í úrslit til að fara áfram.
Heimavöllurinn er drjúgur og ég spái 2-0 sigri, bæði mörkin í seinni. Lingard og McNair stangar hann inn.
Leikurinn hefst kl. 19.45, miðvikudagskvöld.