Á morgun kemur í ljós hvort sigurinn á CSKA hafi kveikt í mönnum. West Brom er ekki ósvipaðan leikstíl og CSKA. Bæði liðin stilla mörgum mönnum á bakvið boltann og beita skyndisóknum.
Wayne Rooney skoraði loksins í síðasta leik eftir skemmtilega fyrirgjöf frá Jesse Lingard sem hefur óvænt verið að fá helling af tækifærum í síðustu leikjum. En ef við ræðum Rooney aðeins þá átti hann flottan leik gegn Everton á Goodison sem er eiginlega aldrei raunin en hefur svo verið frekar mikið ‘rubbish’ í öðrum leikjum. Ég velti fyrir mér hvort það muni ekki henta honum betur að hafa hraða á vængjunum og vera með Mata fyrir aftan sig.
Samkvæmt Louis van Gaal þá er Morgan Scheiderlin búinn að vera veikur en er byrjaður að æfa aftur. Antonio Valencia er ennþá meiddur. Matteo Darmian verður hinsvegar í banni eftir að hafa safnað 5 gulum spjöldum í vetur.
Líklegt byrjunarlið (amk það sem ég vil sjá):
West Brom sitja í 12.sæti deildarinnar sem er ekkert ósvipað öðrum liðum Tony Pulis. Ég myndi halda að liðið verði þar í kring mestallt tímabilið. Eins og við öll vitum þá leika þeir Jonny Evans, Darren Fletcher með liðinu og Anders Lindagaard hefur vermt bekkinn hjá þeim í haust.
Eins og ég minntist á áðan þá er þetta lið skipulagt og vill leggja rútunni og ekki sækja á of mörgum mönnum. Sérstaklega ekki á Old Trafford. Áhugavert er að West Brom með 6.besta árangur deildarinnar á útivöllum.
Hættulegust menn liðsins eru klárlega þeir Salomon Rondon og Saido Berahino.
Ég spái því að leikurinn fari 2-1 fyrir United. Mata skorar, Berahino jafnar en Fellaini kemur inná af bekknum og skorar sigurmarkið.