Þið hafið kosið og Juan Mata er leikmaður septembermánaðar. Hann átti frábæran mánuð, spilaði fimm leiki og lagði upp þrjú mörk og skoraði önnur þrjú. Það eru engar ýkjur að Juan Mata sé einn af vinsælustu leikmönnum United enda engin furða, þarna er algjör fagmaður á ferð. Eins og sjá má fékk Mata umtalsvert fleiri atkvæði en aðrir leikmenn. Anthony Martial, sem einnig átti góðan mánuð var næstur en aðrir komust vart á blað.
[poll id=“15″]