Lið United var óbreytt frá leiknum gegn Sunderland. Það gladdi marga stuðningsmenn liðsins að sjá Andreas Pereira og James Wilson á bekknum. Ander Herrera og Antonio Valencia voru tæpir fyrir leikinn en Valencia gat þó byrjað leikinn á meðan Herrera var ekki í hóp. Luiz Gustavo leikmaður Wolfsburg var ekki með vegna meiðsla en hann er fastamaður í djúpri tveggja manna miðju.
Fyrri hálfleikur
Leikurinn fór frekar fjörlega af stað. Wolfsburg voru mjög aggresívir og náðu að skora strax á 4. mínútu eftir að spila vörn United sundur og saman alltof auðveldlega. Í endursýningum kom í ljós að Valencia gleymdi sér og var alltof aftarlega á meðan fjórir leikmenn voru allir vinstra megin í teignum. Markaskorari gestanna var Daniel Caligiuri.
Þýska liðið var gjörsamlega frábært fyrstu 20 mínútur leiksins og United virtist vera gjörsamlega á hælunum. Wolfsburg voru ánægðir með liggja aftur eftir markið og beita skyndisóknum sem voru margar ansi hættulegar.
United fór aðeins að sækja í sig veðrið og jók tempóið í spili sínu og náði mörgum frambærilegum sóknum en erfiðlega gekk þó að koma boltanum í markið.
Á 33. mínútu gerðist Caligiuri markaskorari Wolfsburg skúrkur þegar hann setti höndina í boltann inni í teig og fékk dæmda á sig vítaspyrnu. Einnig upskar hann gult spjald.
Á punktinn steig Juan Mata sem skoraði af miklu öryggi framhjá Benaglio.
Staðan í hálfleik 1:1.
Seinni hálfleikur
Louis van Gaal gerði eina breytingu í hálfleik en Ashley Young kom inn fyrir dapran Valencia sem var greinilega ekki alveg 100%. Young fór þá í hægri bakvörðinn.
Wolfsburg byrjaði seinni hálfleikinn vel og ætlaðu sér greinilega að ná öðru marki en Smalling, de Gea og félagar ætluðu að sjá til þess að það gerist ekki.
Á 53.mínútu átti Young hlaup upp kantinn og setti boltann fyrir á Juan Mata sem átti stórkostlega hælsendingu á Chris Smalling sem skoraði laglegt miðvarðarmark. Allt í einu var United komið yfir og var algjörlega í bílstjórasætinu.
Því miður fyrir utan Young gerðu skiptingarnar í seinni hálfleiknum meira ógagn en gagn. Andreas Pereira kom inná fyrir Memphis sem átti fínan leik í kvöld en fékk reyndar dæmt óskiljanlegt gult spjald skömmu áður en hann var tekinn af velli.
Þegar rétt rúmar 20 mínútur voru eftir af leiknum þá var Schweinsteiger orðinn þreyttur. Þar sem enginn Carrick né Herrera voru á bekknum þá var það Phil Jones sem kom inná fyrir hann.
Þessi skipting lukkaðist ekki vel. Allt control og yfirvegun sem United hafði haft í leiknum var alveg farið og gestirnir lágu í sókn meira og minna það sem eftir var leiks og höfðu sett „snillinginn“ Nicklas Bendtner inná til að freista þess að jafna þennan leik.
Sem betur náðu vörnin og David de Gea að sjá við þeim og tryggja United stigin 3 sem voru lífsnauðsynleg.
Maður leiksins
Byrjunarlið kvöldsins
Manchester United
Bekkur: Romero, Jones (Schweinsteiger), Young (Valencia), Wilson, Fellaini, McNair, Pereira (Memphis).
VfL Wolfsburg
Bekkur: Grün, Bendtner (Dost), Schäfer, Klose, Schürrle (Arnold), Jung (Träsch), Seguin.