Manchester United mætir á Liberty Stadium í Wales á morgun. Gestgjafarnir Swansea City hafa staðið sig vel í sínum leikjum á tímabilinu. Liðið átti stórgóðan leik gegn Chelsea í fyrstu umferð og hefðu getað með smá heppni tekið öll stigin úr þeim leik. Þeirri frammistöðu fylgdi heimasigur gegn Newcastle og jafntefli gegn Sunderland á útivelli. Garry Monk er vissulega að gera stórgóða hluti með þetta Swansea lið. Heimamenn eru ekki með neinn leikmann á meiðslalistanum og ættu því að geta stillt upp sínu sterkasta liði.
Manchester United ætlar að halda áfram góðu gengi á tímabilinu með sigri á morgun. Vaskleg frammistaða Wayne Rooney í vikunni hefur gefið fólki vonir um að hann sé kominn í gang. Ég býst ekki við öðru en að Louis van Gaal muni stilla upp óbreyttu liði á morgun. Líklega verður eina breytingin sú að Ander Herrera muni byrja í stað Adnan Januzaj sem mun vera meiddur. Einnig myndi ég telja það líklegt að Morgan Scheiderlin og Bastian Schweinsteiger muni koma aftur inn í liðið.
Eftir úrslitin í dag þá hlýtur það vera enn mikilvægara að sækja þrjú stig á morgun og ná almennilegu bili á Liverpool, Arsenal og Chelsea. Einnig er mikilvægt að halda í við Man City.
Líklegt byrjunarlið: