Jæja, örfáir dagar í að herlegheitin fari af stað og því ákvaðum við að skella í lauflétta spá fyrir tímabilið. Fyrirkomulagið var ósköp einfalt: Hver og einn raðaði liðunum í sæti. Liðið í efsta sætinu fékk 20 stig og svo koll af kolli þangað til komið var í neðsta sætið sem fékk 1 stig. Við lögðum svo saman heildarstigafjölda og svona endar tímabilið að okkar mati:
Þetta er nátturúlega allt saman hávísindalegt en auðvitað með þeim fyrirvara að við lögðumst ekki í mikla rannsóknarvinnu en spiluðum þetta frekar eftir tilfinningunum. Svo þarf auðvitað að hafa í huga að það er mánuður eftir af glugganum og því ýmislegt sem getur breyst.
Við skelltum svo auðvitað í glænýjan podkast-þátt þar sem við ræddum örlítið um botnliðin og meira um þau lið sem við teljum að endi í 6. sæti og ofar. Við tókum einnig létta umræðu um stöðuna hjá Manchester United með áherslu á kaup og sölur. Tryggvi Páll, Björn Friðgeir, Magnús, Sigurjón og Elvar voru mættir til leiks að þessu sinni.
Hægt er að hlusta á þáttinn í spilaranum hér fyrir ofan auk þess sem hægt er að hala honum niður í gegnum spilarann eða hér að neðan. Jafnframt má gerast áskrifandi að þættinum í gegnum ýmis podkast-forrit:
Gerast áskrifandi í iTunes
Gerast áskrifandi í öðrum forritum
MP3 niðurhal: 13.þáttur