Þetta er búið að vera hreint ótrúlega gaman undanfarið! Sex sigurleikir í röð í deildinni, liðið verið meiðslalaust og farið að ná saman, leikaðferðin að smella, og meira að segja skemmtileg spilamennska.
En við vissum að þessi gríðarerfiða leikjahrina myndi enda á einum þeim erfiðasta. Síðustu 11 árin hefur United tvisvar unnið á Stamford Bridge. Í Meistaradeildinni vorið 2011 tryggði Wayne Rooney liðinu sigur með þessu marki