Bekkur: V. Valdes, A. Di María, R.Falcao, A. Januzaj, A.Pereira, P. McNair.
Aston Villa kemur í heimsókn
Rétt er að taka fram að búið er að breyta klukkunni á Bretlandi þannig að leikurinn hefst klukkan 14.00 að íslenskum tíma.
Ótrúlegt hvað tveir góðir leikir geta breytt viðhorfi stuðningsmanna. Fyrir leikina gegn Tottenham og Liverpool voru margir byrjaðir að efast um möguleika United á að enda í topp 4. Eftir góðan sigur gegn Liverpool á Anfield voru menn aftur byrjaðir að líta aftur á annað sætið sem raunhæfan kost á meðan örfáir brjálæðingar byrjuðu að vonast eftir 95/96 dæmi og vinna titilinn.
United verður nánast örugglega ekki meistari í vor en 2-3 sæti er vel mögulegt. Liðið er með örlög sín í eigin hendi og eiga t.d. eftir að leika gegn Arsenal og City á Old Trafford og Chelsea á Stamford Bridge sem er ekki lengur sama vígið og oft áður.
Djöfullegt lesefni: 2015:11
- United ætti að einbeita sér að óslípuðum demöntunum á leikmannamarkaðinum frekar en að kaupa þá sem eru slípaðir fyrir á hámarksverði.
- Van Gaal hefur haft róandi áhrif á United á erfiðum tímum.
- Hvernig fór Van Gaal að gjörbreyta United til hins betra?
- Leyndarmálið bak við velgengnina undanfarið afhjúpað.
- Squawka pælir í 4-3-3 kerfinu hjá United.
- Stór-Manchestersvæðið er mekka knattspyrnunnar.
- Rob Smyth er ansi hrifinn af Roy Keane!
- Hvernig eru meiðsli Van Persie að hjálpa United?
- Juan Mata tekur einn leik í einu.
- Af hverju hefur England ekki nýtt krafta Michael Carrick undanfarin ár.
- Andy Mitten skrifar um Michael Carrick í nýjasta pistli sínum.
- Richard Cann skrifar um síðastliðna viku, jorge Mendes ofl.
- Hefði Duncan Edwards orðið besti leikmaður allra tíma?
- Maroaune Fellaini valdi Ronaldo og Messi í 5-manna liðið sitt, leikmaðurinn sem hann treystir fyrir varnarskyldunum kemur þó nokkuð á óvart.
- Á Pinterest er síða sem sýnir okkur frægt stuðningsfólk United.
- M. Delaney telur að David de Gea eiga skilið að verða valinn leikmaður ársins í deildinni.
- David de Gea er ánægður í Manchester United.
- United hefur borist liðsauki úr óvæntri átt í samningaviðræðum við De Gea en Pepe Reine telur að hann eigi að vera áfram hjá United.
- David de Gea elskar að vinna með Victor Valdes.
- Skrtel neitar enn að hafa meitt De Gea viljandi.
- Við tókum saman yfirlit yfir það hvernig okkar mönnum gekk í landsliðsverkefnum sínum.
- Memphis Depay er á innkaupalistanum fyrir sumarið ásamt þremur öðrum leikmönnum og ákvað því Telegraph að skoða hann aðeins nánar. Hann átti svo mjög góðan leik með landsliðinu í 2-0 sigri Hollands gegn Spáni.
- Van Gaal vill fá Rio Ferdinand aftur til United.
- United orðað við Ronaldo, Hummels, Pogba og Dani Alves.
- Chicharito mun að öllum líkindum ekki vera hjá Real Madrid á næstu leiktíð.
Lag vikunnar
Kontinuum – „Moonshine“
Landsleikir
Það eru landsleikir á fullu og því er hálfgerð gúrkutíð hvað varðar Manchester United. Björn Friðgeir fór yfir helsta slúðrið á föstudaginn og sú umræða er í fullu gildi ennþá.
Leikmenn United hafa verið hér og þar með landsliðum sínum og hér er stutt yfirferð yfir hvað menn hafa verið að brasa:
Radamel Falcao bar fyrirliðabandið þegar Kólumbía kafsigldi Bahrein 6-0. Hann skoraði tvö mörk og lagði upp eitt. Kólumbíu-menn spiluðu einnig gegn Kúveit á mánudag. Falcao reimaði á sig markaskónna á nýjan leik og skoraði á eins öruggan hátt og hægt er af vítapunktinum. Falcao er þar með búinn að jafna markamet Arnoldo Iguarán. 25 stykki.
Wayne Rooney, Michael Carrick og Phil Jones spiluðu þegar England lagði Litháen auðveldlega 4-0. Chris Smalling sat á bekknum á meðan Rooney færðist enn nær markameti Sir Bobby Charlton með því að skora eitt mark auk þess sem hann lagði upp mark fyrir Raheem Sterling. Á góðum degi hefði Rooney skorað þrennu en auk marksins átti hann skot í stöng og skalla í slá. Innkoma Carrick þótti mjög góð.
Landsleikir? Nei, stóra slúðurfærslan.
Við verðum flest ef ekki öll ekki að hugsa um United milli þrjú og fimm í dag, en þangað til er ágætt að taka smá snúning á United.
Ef einhverjum datt í hug að silly season myndi ekki byrja fyrr en nær drægi sumri þá er það alger misskilningur. Slúðurmaskínur eru komnar í fjórða gír og United er orðað við nýja, eða sömu leikmennina í hverri viku. Samt er það svo að fleiri og fleiri eru að komast á þá skoðun að stór hluti leikmannakaupa sumarsins séu ef ekki frágengin, þá a.m.k. langt komin
Eitt er víst og það er að leikmannakaupin verða hnitmiðaðri nú en þau hafa verið lengi. Eftir að allt virðist farið að smella á vellinum er enn ljósara en fyrr hvað þarf að gera. Ég ætla að taka sénsinn og leika mér að því að segja hvað ég tel miklar líkur á að þeir komi: