Henry Winter, blaðamaður Telegraph fékk að setjast niður með Louis van Gaal í síðustu viku og úr varð þetta skemmtilega viðtal sem veitir góða innsýn inn í þankagang Van Gaal.
Ef maður skoðar svo þetta viðtal og tvær greinar sem hafa áður birst í þessum lesefnispóstum, þessa takísku yfirferð og þessa yfirferð yfir feril Louis van Gaal, fær maður ansi hreint góða heildarmynd af Hollendingnum okkar og hvað hann sé að byggja upp hjá Manchester United.
United gegn Liverpool
- BeautifullyRed sýnir okkur flottustu tilþrifin úr leik United og Liverpool.
- Squawka fer yfir hvernig Mata eignaðist Anfield með dyggri aðstoð Herrera og Valencia.
- Michael Cox fer yfir taktískar hliðar sigursins á Anfield.
- Juan Mata bloggar um sunnudaginn.
- Juan Mata er sigurvegari, ekki rándýr fylgihlutur.
- Skrtel hefur ákveðið að neita ákæru frá enska knattspyrnusambandinu.
Allskonar
- Jason Burt á Telegraph segir að Louis van Gaal sé að snúa skipinu við og fái allan þann tíma og pening sem hann þurfi, hvort sem United kemst í Meistaradeildina eða ekki.
- Louis van Gaal segist hafa möguleika á því að framlengja samning sinn við United.
- Jahá! Ed Barker hjá United Rant finnst það vera kominn tími til að selja Wayne Rooney.
- Telegraph bjó til lista yfir 50 bestu leikmenn í sögu United. Eru þið sammála?
- Falcao ætlar ekki að semja við United ef honum verður boðinn samningur.
- Fjórar ástæður fyrir hrapi þýska íþróttarisans Adidas í Bandaríkjunum.
- Andy Goram segir söguna af því hvernig hann kom óvænt til United á lánssamningi.
- Falcao er í tárum yfir veru sinni hjá United skv. vini hans.
- David Gill er kominn í framkvæmdastjórn FIFA.
- Greg Dyke, formaður FA vill herða heimalningaregluna í úrvalsdeildinni.
- Phil Jones er bjartsýnn á að hann og Smalling geti myndað sterkt miðvarðapar.
- Samuel Luckhurst segir Smalling vera besta Hafsent United og eigi skilið nýjan samning.
- Sterk staða pundsins gagnvart evrunni gæti gert enskum liðum auðveldara um vik að kaupa leikmenn af meginlandinu.
Leikmannaslúður
- Aymeric Laporte, miðvörður Athletic Bilbao, er eitt af skotmörkum United skv Guardian.
- Ings, Bale og Clyne í sumar?
- Daily Telegraph heldur slúðrinu um Paul Pogba lifandi.
- Njósnari United var á leik Lazio um helgina til að fylgjast með Felipe Anderson.
- United ætlar að næla sér í Dani Alves í sumar.
- Forráðamenn Dortmund ku vera tilbúnir að hlusta á tilboð í Mats Hummels eftir tímabilið.
- United ætlar að kaupa Hummels og framlengja við Jones, Smalling og Young.
- Bild segir að United geti fengið Hummels á 45m Evra.
- Önnur frétt um þennan 45m Evra verðmiða sem nær að myndskreyta svona glæsilega.
Lag vikunnar
Strapping Young Lad – „Love“