United nældi sér í afskaplega mikilvægan sigur í gær gegn Newcastle, sérstaklega í ljósi þess að öll hin liðin í efsta hluta deildarinnar unnu sína leiki. Staðan er því óbreytt fyrir leikjahrinuna núna í mars og apríl sem mun skera úr um hvort að þetta tímabil megi fara á ruslahaugana eða ekki. Heimaleikir gegn Spurs og City, útileikir gegn Liverpool og Chelsea auk bikarleiks við Arsenal. Jesús Pétur.
Ég ætla þó ekki að skrifa um það enda erum við og aðrir búnir að hamra nóg á mikilvægi þessara leikja. Það var eitt atvik í leiknum í gær sem menn fóru ekki að veita athygli fyrr en eftir að leiknum lauk.