Lespakki vikunnar kominn í hús. Áður en þið rennið yfir hann vil ég koma með tvær ábendingar…
Númer eitt: Tjekkið á upphituninni hans Tryggva fyrir leikinn á morgun. Númer tvö: Ef þið fáið upp meldingu frá Telegraph.co.uk um að þið séuð búin með leskvótann, opnið þá greinina í feluglugga (flott þýðing hjá mér?). Í Google Chrome heitir þetta „Incognito Window“ og í Firefox „Private Window“.
Lesefni vikunnar:
- Gary Neville talar af svo mikilli visku að það er ekki eðlilegt.
- Paul Scholes er ekkert slæmur heldur í þessum pistli um Messi.
- Swiss Ramble fer yfir smáatriðin í nýjasta sjónvarpssamningnum.
- Virðist sem LvG meti Juan Mata svipað og Jose Mourinho.
- Hefur Louis van Gaal misst sjónar á hugsjónum sínum?.
- Ander Herrera í skemmtilegu viðtali við Henry Winter.
- Sögusagnir af slæmu sambandi á milli De Gea og van Gaal eru stórlega ýktar.
- Vítaspyrna sem United fékk gegn Preston, var réttur dómur að mati Scott the Red.
- Mark Ogden veltir því fyrir sér hvenær ferill Tom Cleverley fór að stefna niður.
- 5 hlutir sem Squawka lærði í tapi United gegn Swansea.
- Squawka bætir um betur og bendir á 10 atriði sem Louis van Gaal þarf að átta sig á ef United ætlar að spila í Meistaradeildinni að ári.
- Skríbentar Manchester Evening News velta fyrir sér mögulegum uppstillingum United næsta vetur. Að þeir skuli fá borgað fyrir þetta….
- Rafael má fara ásamt fleirum í lok leiktíðar.
- Orðrómar um að Pereira sé á leið til Juventus. Hann virðist ekki vera neitt voðalega vandað eintak.
Lag vikunnar:
Devin Townsend Project – „March Of The Poozers“