Á morgun fer Manchester United til Wales og mætir þar Swansea í leik sem verður að vinnast. Ástæðan er sú að liðin fyrir aftan United í töflunni eru farin að nálgast óðfluga og það verður að segjast að við nennum ekki öðru tímabili þar sem það eru engir Evrópuleikir á þriðjudögum eða miðvikudögum (tek það fram að ég hef engan áhuga á Evrópuleikjum á fimmtudögum).
En að leiknum á morgun; United hefur aðeins tapað einum leik af síðustu 19 (jafnvel 20) leikjum en á móti kemur að þeir hafa gert slatta af jafnteflum. Af síðustu sex útileikjum í deildinni hafa fjórir endað með jafntefli! Það mætti því áætla að jafntefli væru líkleg niðurstaða á morgun, sérstaklega í ljósi þess að Swansea hefur gert tvö jafntefli í síðustu þremur heimaleikjum sínum, reyndar töpuðu þeir 0-5 gegn Chelsea á milli jafntefla svo við vonum að það sé komið að öðrum svoleiðis leik.