00:02 Darren Fletcher er orðinn leikmaður West Bromwich Albion. Við þökkum honum samfylgdina og búumst allt eins við að sjá hann síðar meir sem þjálfara hjá United.
23:57 UNITED FÆR ANDY KELLETT AÐ LÁNI FRÁ BOLTON WANDERERS. Jahér. Kellett er 21 ára varnarmaður sem búinn er að vera að spila sem lánsmaður fyrir Plymouth Argyle í D-deildinni í vetur. Ef einhver heldur að við séum að redda okkur hægri bakverði þá er það misskilningur. Kellett er nefnilega vinstri bakvörður. Kellett er án efa hugsaður fyrir U21 liðið sem er nú reyndar orðið mjög þunnskipað eftir öll útlánin
Saidi Janko er farinn í hina áttina og verður hjá Bolton út tímabilið
23.00 – Glugginn er lokaður. Félög hafa þó einhvern frest til þess að ganga frá lausum endum og við gerum fastlega ráð fyrir því að WBA nái að klára kaupin á Darren Fletcher. Frekar tíðindalítill gluggi hjá okkar mönnum en ágætt þó að ná að losna við nokkra leikmenn sem voru á háum launum án þess að spila mikið. Það verður þó eftirsjá eftir Darren Fletcher enda hefur hann verið frábær liðsmaður Manchester United í gegnum árin. Við þökkum samfylgdina og sjá má lista yfir kaup og sölur United í þessum glugga neðst í þessari færslu.