Vil þakka leikmönnum Manchester United og Louis van Gaal og þjálfarateymi hans fyrir að gera þetta föstudagskvöld alveg drepleiðinlegt.
Liðið var svona:
Bekkur: Valdes, Rafael, Shaw, RvP, Herrera, Fletcher, McNair
Það var kalt og vindasamt í Cambridge í kvöld þegar Cambridge United fékk bikarúrslitaleikinn sinn gegn Manchester United. Frá fyrstu mínútu var augljóst að leikmenn litla liðsins væru fullkomlega klárir í þennan leik. Þeir hlupu og börðust gríðarlega vel, sérstaklega fyrstu 20 mínútunar. Á þeim voru þeir nokkuð skeinuhættir og aðallega úr föstum leikatriðum þar sem þeir pökkuðu mönnum á David de Gea. Smám saman náði United þó tökum á leiknum og Cambridge-menn pökkuðu í vörn. Yfirleitt voru 9-10 menn að verjast í tveimur þéttum línum fyrir framan markmanninn.