Í síðustu leikjum Manchester United hefur Louis van Gaal stillt upp í 3-4-1-2 uppstillingu sem hefur farið mikið í taugarnar á stuðningsmönnum United. Við hér á ritstjórninni munum á næstu dögum birta okkar skoðanir á því hvernig best væri að stilla upp liðinu, við vitum jú auðvitað miklu betur en Louis van Gaal!
Fyrirkomulagið er þannig að við birtum tvo byrjunarlið, eitt sem á að rúlla upp QPR á heimavelli og annað sem á að ná í sigur á Stamford Bridge gegn Chelsea. Runólfur birti sína færslu í fyrradag. Í gær kom Bjössi með sitt álit og í dag fær Spaki maðurinn að láta ljós sitt skína.
Spaki maðurinn hefur einfaldar kröfur:
- Stabíl vörn – spila sömu varnarlínu eins mikið og mögulegt er (Munið eftir Evra-Vidic-Ferdinand-Rafael? *sleeeef*)
- Fjóra varnarmann, ALLTAF!
- 4-4-2 eða 4-2-3-1
- Rooney
Að sjálfsögðu hefur hefur verið ómögulegt fyrir Van Gaal að uppfylla kröfu númer 1 á þessu tímabili sökum meiðsla þannig að hann fær smá break. Tvö og þrjú held ég að flestir stuðningsmenn liðsins eru mér sammála og svo þarf liðið einfaldlega að hafa fyrirliðann (og mér er sama þótt hann eigi slakan leik inn á milli eins og t.d. gegn QPR).
En vindum okkur út í þetta. Spaki maðurinn var beðinn um að stilla upp tveimur liðum, gegn „minni liðunum“ í deildinni (QPR, Burnley, o.s.frv) og svo gegn toppliðunum (Chelsea, City, …). Svona líta liðsuppstillingarnar út.
Gegn QPR og öðrum minni liðum:
Gegn Chelsea og öðrum toppliðum:
Eins og þið sjáið þá eru bæði liðin stillt upp í 4-2-3-1 og eru í raun keimlík. Förum aðeins yfir liðin.
Vörnin
Það þarf nú varla að ræða hver verður í markinu, enda er De Gea búinn að vera langbesti leikmaður liðsins síðustu tvö ár. Það myndi lina taugar spaka mannsins ef United myndi nú klessa einum 10 ára samning við drenginn. Látið hann fá 200þ pund á viku. Hann er þess virði!
Bakverðirnir eru frekar auðvelt val þó að Van Gaal virðist frekar vilja sjá Valencia spila en Rafael (Eru allir búnir að gleyma því hversu góður hann er þegar hann spilar vel?). Shaw er svo engin spurning, ef hann fær nokkra leiki í röð þá er ég ekki í nokkrum vafa með að hann haldi stöðunni í laaangan tíma. Á þessu tímabili hefur mér þótt Rojo og Jones spila best sem hafsenta þó Smalling hafi einnig spilað ágætlega inn á milli. Evans því miður verið afskaplega dapur á þessu tímabili og líklegur til að yfirgefa liðið.
Miðjan
Carrick er gríðarlega mikilvægur fyrir liðið og vill maður sjá hann spila eins oft og hann mögulega getur (Blind gæti gefið honum frí inn á milli). Aðalspurningin er hver spilar með honum. Gegn minni liðunum vill maður sjá United vera með gott flæði og sækja í sífellu og því passar Herrera vel við hliðina á honum. Gegn stóru liðunum er maður varkárari og setur Blind í stað Herrera.
Sóknin
Fyrirliðinn er sjálfkrafa valinn í liðið sem og Di Maria. Falcao skal vera á toppnum. Gegn minni liðunum berjast Mata og Van Persie um sæti í byrjunarliðinu og vinnur Mata þá baráttu. Van Persie hinsvegar frábær leikmaður til að skipta inn á fyrir Mata/Falcao í seinni hálfleik. Gegn stóru strákunum vill maður aukna vernd og var því hetja vikunnar, Marouane Fellaini, settur inn á.
Á morgun höldum við áfram og fáum bandaríska sýn á hvernig Louis van Gaal á að stilla þessu upp.