Manchester United mætir Cambridge United á útivelli í fjórðu umferð bikarsins en dregið var í gær. Cambridge er í League Two og er þar um miðja deild.
Stærstu fréttirnar við þetta eru auðvitað þær að Luke Chadwick kemur heim á Old Traffordmætir sínu gamla liði, en hann er búinn að vera að spila með liðinu sem hann hélt með í æsku síðan í mars í fyrra. Chadwick lék 25 leiki með United hér á yngri árum og skoraði tvö mörk. Síðan þá hefur hann þvælst víða en lék lengst af með MK Dons.
UPPFÆRT: Leikurinn fer fram föstudaginn 23. janúar.