Aston Villa 1:1 Manchester United
Jafntefli gegn Aston Villa staðreynd. Svekkjandi byrjun á jólatörninni en nokkrir jákvæðir punktar.
Liðið var svona:
Bekkur: Lindegaard, Blackett, McNair, Rafael, Di Maria, Januzaj, Wilson
Enn og aftur stillti Louis van Gaal upp í 3-5-2 á útivelli enda þetta leikkerfi búið að skila góðum sigrum undanfarið. Það er samt með þetta kerfi að það virðist stífla sköpunargáfuna og menn eiga í erfiðleikum með að skapa sér góð færi. Falcao fékk tækifæri í byrjunarliðinu, Carrick datt í vörnina og Fletcher og Rooney stilltu sér upp á miðjunni.
Okkar menn réðu ferðinni lengst af þessum leik en gekk illa að gera eitthvað almennilegt við boltann. Það beit okkur í rassinn á 18. mínútu þegar Benteke skoraði ansi laglegt mark eftir aukaspyrnu frá Fabian Delph. Hann tók boltann niður og sneri hann laglega í markhornið. Lítið sem De Gea gat gert en ef til vill hefðu varnarmenn okkar geta lokað betur á Benteke en hann er þó illviðráðanlegur þegar hann fær að taka boltann niður í teignum.
Eftir markið spilaðist leikurinn eins og hann hafði gert fyrir markið. United-menn voru meira með boltann en gekk illa að skapa sér færi og staðan var því 1-0 fyrir heimamenn í hálfleik. Í hálfleik tók Louis van Gaal Darren Fletcher útaf og Blackett kom inn á í hans stað. Carrick færði sig á miðjuna og Blackett niður í vörnina. Við þessa skiptingu hresstust okkar menn og með Carrick og Rooney á miðjunni að stjórna spilinu í sameiningu þrýstist VIlla-liðið alltaf neðar og neðar á völlinn í upphafi seinni hálfleiks. Virkilega fín pressa hjá okkar mönnum sem gátu varla annað en uppskorið mark. Það kom á 50 mínútu. Ashley Young keyrði inn í teiginn, kom með fínan bolta inn í og þar var enginn annar en Radamel Falcao mættur og skallaði hann afskaplega snyrtilega í markið.
28: No team has scored more headed goals in the last 3 Premier League seasons than ManUtd (via @WhoScored).
— ManUtd_Fact (@ManUtd_Fact) December 20, 2014
Þetta var fyllilega verðskuldað mark og maður bjóst við því að eftir þetta myndi United klára dæmið. Sérstaklega eftir að Gabriel Agbonlahor fékk beint rautt á 65. mínútu fyrir klaufalegt samstuð við Ashley Young. Ég veit ekki alveg hvað Agbonlahor var að reyna að gera og þetta var frekar heimskulegt hjá honum en þó verður að viðurkennast að rauða spjaldið var harkalegur dómur.
Eftir þetta fengu United-menn mikið pláss á vængjunum en Villa-menn voru þéttir fyrir á miðjunni. Di María hafði komið inn á fyrir Van Persie á 61. mínútu og Wilson kom inn fyrir Antonio Valencia. Við það fór Young á hægri vænginn. Hann fékk ítrekað mikið pláss þar og við sóttum mest þar upp. Þannig gekk leikurinn fram að leikslokum en við náðum aldrei að nýta okkur liðsmuninn eða plássið á hægri vængnum. Young komst oft í fína stöðu til að gefa fyrir en annaðhvort voru sendingarnar slakar eða framherjarnir ekki mættir inn í teiginn. Okkur vantaði meiri hættu í gegnum miðjuna en Villa-menn lokuðu alveg á það. Við fengum nokkur hálffæri en ekkert virkilega gott færi. Villa-menn voru nokkuð skeinuhættir í restina en hvorugu liði tókst að skora og því enduðu leikar 1-1.
Það er fúlt að tapa stigum gegn þessu Villa-liði. Við vorum klaufar að ná ekki að nýta okkur liðsmuninn og oftar sem áður vantaði alltaf eitthvað upp á sóknarleikinn. Menn voru oft að koma sér í fínar stöður til að veita Villa-mönnum skráveifur en það vantaði einfaldlega bara meiri gæði. Ashley Young er náttúrulega bara Ashley Young, Di María var ryðgaður og miðjan var svo þétt í seinni hálfleik að Mata náði ekki að töfra eitthvað fram.
Þetta kerfi gerir liðið þéttara fyrir varnarlega og eftir afleitt gengi á útivöllum framan af hefur tekist að snúa því við og því kannski ekki skrýtið að Louis van Gaal freistist til þess að nýta sér það. Það gerir það hinsvegar að verkum að það er auðvelt að loka á miðjuna okkar og það gengur illa að skapa færi. Boltinn fer meira upp kantinn eins og sást t.d. í leiknum í dag og í fyrstu tveimur mörkunum gegn Liverpool. Næstu tveir leikir eru á heimavelli og þar er gengi okkar afskaplega gott og þar er liðið að spila sinn besta bolta. Ég vil því fá að sjá demantinn skína um jólin.
Næsti leikur er annan í jólum gegn Newcastle.
Aston Villa á Villa Park á laugardag
Nú er jólatörnin að hefjast. Það eru fjórir leikir á dagskránni á næstu dögum. Á nýársdag heimsækjum við Stoke, 28. kemur Tottenham í heimsókn og á annan í jólum skella Newcastle-menn sér á Old Trafford. Áður en þetta hefst þurfa þó okkar menn að ferðast til Birmingham þar sem heimsókn á Villa Park er á döfinni.
Villa Park er einn af mínum uppáhaldsvöllum og þaðan koma nokkrar af mínum bestu minningum sem stuðningsmaður Manchester United. Hver getur t.d. gleymt þessu marki:
Það eina sem Martin Tyler gat sagt var: „HOW?“
Svo var það auðvitað þessi frábæra þrenna frá Javier Hernandez þar sem hann tryggði okkur enn einn comeback sigurinn. United lenti 2-0 undir gegn Aston Villa þann 10. nóvember 2012. Hernandez kom inn á í hálfleik og kláraði dæmið.
Svo er það auðvitað MARKIÐ. Framlenging. Einum færri gegn erkifjendunum. Töfrar.
Giggs verður á hliðarlínunni í þetta skiptið en hefur vonandi bent okkar mönnum á hvar mörkin á Villa Park eru staðsett.
Leikurinn á morgun
Áður en að við fórum á þessa yndislegu 6 leikja sigurhrinu var staðan í deildinni svona:
Núna er staðan í deildinni svona:
Þetta er hin þokkalegasta sjón og inn í þessari 6 leikja sigurhrinu eru sigrar gegn Arsenal, Southampton og Liverpool. Allt lið sem maður reiknar með að verði þarna einhverstaðar í kringum 4. sætið þegar tímabilið verði flautað af í maí. Við mætum svo tveimur liðum um jólin sem vilja vera þarna á þessu svæði, Newcastle og Tottenham og því kjörið tækifæri til þess að halda áfram að slá tvær flugur í einu höggi: Safna stigum og skemma fyrir andstæðingunum.
Fyrir tímabilið var maður nokkuð kokhraustur en maður vissi samt ekki alveg við hverju maður ætti að búast. Ef einhver hefði komið upp að mér í ágúst og boðið mér að United myndi enda í 4. sæti í maí hefði ég samþykkt það á staðnum. Í dag myndi ég ekki taka slíku tilboði. Við sitjum í þriðja sæti og erum að ná að skilja ‘baráttanumfjórðasæti-pakkann’ frá okkur og því er næsta rökrétta skref einfaldlega að fara að berjast við City og Chelsea um efsta sætið.
Spilamennska liðsins er þokkaleg um þessar mundir. Við áttum sigurinn skilið í að minnsta kosti 4/6 af leikjunum í þessari sigurhrinu og náðum í öll stigin í leikjunum þar sem við spiluðum illa. Við sigrum þegar við spilum illa, við sigrum þegar við spilum vel. Hljómar eins og win-win situation í mínum eyrum. Maður er farinn að sjá greinilegt handbragð Louis van Gaal á liðinu. Leikmennirnir eru oft á ná verulega flottum spilaköflum í leikjum liðsins og baráttan er fyrirmyndar. Það er þó nóg pláss fyrir framfarir en meðan við erum að sigra leiki er erfitt fyrir okkur stuðningsmennina að vera óánægðir.
Louis van Gaal hefur þó fullan rétt á því og hann er ekki alveg fyllilega sáttur með spilamennsku okkar manna. Eftir Liverpool-leikinn hafði hann þetta að segja:
We have scored wonderful goals and we kept the shape very good, but in spite of the goals we gave a lot of chances away, and that was every time we gave unnecessary balls away. It’s very important that we win the games, because then they [leikmennirnir] believe in the philosophy, but we have to improve.
Hann er ekkert að plata sjálfan sig og þessir sigrar eru ekkert að stíga honum til höfuðs. Það er afskaplega traustvekjandi. Óneitanlega spyr maður sig þó að þessari spurningu: Ef við getum sigrað Liverpool 3-0 án þess að spila á fullri getu, hvað gerist þá þegar liðið fer að spila á fullri getu?
Aston Villa
Frá því að Martin O’Neill fór frá Villa hefur liðið verið fast í miðjumoðinu og það hefur ekki verið nein breyting frá því á þessu tímabili. Liðið er í 13. sæti, 6 stigum frá fallsæti, 7 stigum frá Evrópusæti. Liðið byrjaði þetta tímabil reyndar afskaplega vel og var með 10 stig eftir 4 leiki en síðan þá hefur liðið bara náð í 9 stig í leikjunum 12 eftir þessa fínu byrjun. Í þessum 12 leikjum hefur liðið skorað 6 mörk. Á öllu tímabilinu hefur liðið aðeins náð að koma boltanum 10 sinnum í markið og það þrátt fyrir að hafa fengið Tom Cleverley til liðs við sig. Benteke og Agbonlahor og fleiri félagar eru því ekkert að stressa sig við það að skora mörk þó það muni án efa breytast gegn vörninni okkar á morgun.
Gengi liðsins hefur þó aðeins skánað undanfarnar vikur og í síðustu 6 leikjum hefur liðið bara tapað einum, gegn WBA um síðustu helgi. Þar á undan unnu Villa-menn baráttu sigra gegn Leicester og Palace og á undan því komu þrjú jafntefli gegn Southampton, Burnley og West Ham.
United ætti að vinna þetta Aston Villa lið en þrátt fyrir ekkert sérstakt gengi á þessu tímabili geta drengirnir hans Paul Lambert leynt á sér. Þetta er vinnusamt lið þar sem menn vinna fyrir heildina enda er liðið algjörlega laust við einhverja stjörnu eða lúxus-leikmann. Frá því að Lambert tók við árið 2012 hafa Villa-menn átt það til að stríða stóru liðunum og hafa þeir m.a. sigrað Liverpool, Arsenal, City og Chelsea undir stjórn Lambert. Þessi leikur verður því ekkert gefins og okkar menn gætu þurft að hafa fyrir hlutunum eins og í nóvember 2012 þegar Hernandez þurfti að redda málunum eins og sjá má hér fyrir ofan.
Kieran Richardson er í banni. Joe Cole, Senderos, Westwood, Baker og Kozak eru allir frá vegna meiðsla og ég geri ráð fyrir að Tom Cleverley megi ekki spila gegn United enda á lánssamningi. Hann væri líklega hvort sem er ekki með enda að jafna sig eftir heimsókn Roy Keane á dögunum.
Líklegt byrjunarlið:
United
Louis van Gaal hélt blaðamannafund í dag og þar kom ýmislegt fram. Luke Shaw er byrjaður að æfa. Angel di Maria verður líklega á bekknum og Falcao gæti mögulega kannski byrjað leikinn eftir fínar frammistöður á æfingum í vikunni:
He has shown fitness in the training sessions so maybe I shall select him. Wait and see.
Burtséð frá því hvort að hann byrji á morgun er allavega afskaplega fínt að geta átt mann eins og Falcao inni núna í jólatörninni þegar það er mikilvægt að geta róterað mönnum án þess að það bitni á frammistöðu liðsins. Van Gaal minntist ekkert á Rojo og því gerum við ráð fyrir því að hann sé heill. Smalling og Blind eru enn meiddir og verða það eitthvað áfram. Van Gaal minntist einnig á að Fellaini væru veikur og hann verður ekki með á morgun.
Eftir að hafa slaufað 3-4-1-2 í upphafi tímabils er kerfið að koma með comeback og hefur verið notað í síðustu tveimur útileikjum og gegn Liverpool. Það sneri á ný gegn Arsenal en fram að því hafði liðið ekki unnið útileik á tímabilinu. Við sáum það svo aftur gegn Southampton á útivelli og því höfum við náð í einu útisigra okkar á þessu tímabili með þessu kerfi. Það kæmi mér því ekkert gríðarlega á óvart ef við sjáum það aftur á morgun.
Það er þó ýmislegt í þessu. Carrick gæti dottið í miðvörðinn ef einhver varnarmannana okkar er tæpur sem verður að teljast líklegt en í fjarveru Fellaini mun Carrick þó án efa byrja á miðjunni. Rooney gæti einnig dottið niður á miðjuna eða í holuna, Mata farið niður á miðjuna eða bekkinn og Wilson eða Falcao byrjað frammi.
Það er þétt dagskrá framundan og einhver lið munu misstíga sig í þessari jólatörn. Það er mikilvægt að við séum ekki eitt af þeim liðum sem misstígur sig og ég geri kröfu um 10+ stig í þessum fjórum leikjum. Ég vil sjá okkur setja pressu á toppliðin tvo og fyrsta skrefið er þessi leikur gegn Aston Villa.
Við sjáum hvað setur og þetta kemur allt í ljós á morgun stundvíslega klukkan 15.00.
Maðurinn á milli stanganna
Í gær birtum við grein um manninn á bakvið tjöldin enda ekki skrýtið, endurkoma Michael Carrick í byrjunarliðið hefur skilað liðinu 18 stigum af 18 stigum mögulegum. Gríðarlega mikilvægur leikmaður sem virðist loksins vera að fá þá ást sem hann á skilið.
David de Gea hefur ekki verið síðri á þessu tímabili og tryggt okkur ófá stigin á þessu tímabili. Hann hefur átt sína gagnrýnendur en virðist loksins vera að sigrast á þeim enda er erfitt að gagnrýna kappann eins og hann er að spila í dag. Hjörvar Hafliðason hefur verið helsti gagnrýnandi hans hér á Íslandi en í Messunni í gær hrósaði hann honum duglega og keypti sér í leiðinni miða um borð í David de Gea vagninn.
Gary Neville hefur einnig gagnrýnt David de Gea en hann tók sig til í gær í Monday Night Football á SKY og lofsamaði okkar mann fyrir framfararnir sem hann hefur sýnt undanfarin 3 ár eða svo:
David De Gea’s improvement over last 3 years by mfsn1604
Þessi mynd birtist í lok þessa myndbands og segir alla söguna. Það er mikið rót á vörninni okkar og hún gerir mörg varnarmistök en þau leiða ekki til marka vegna þess að fyrir aftan vörnina er einfaldlega heimsklassamarkmaður:
Þess má geta að ritstjórn þessarar síðu hannaði og smíðaði David de Gea vagninn og hefur keyrt hann allar götur síðan. Það þarf að negla þennan leikmann niður á langtímasamning ekki seinna en á morgun.
Djöfullegt lesefni: 2014:13
Hér er kominn lespakki síðustu tveggja vikna. Njótið vel!
Lesefni vikunnar:
- Fjórða Podcast Rauðu Djöflanna kom út á dögunum.
- Slúður: United ætlar að gera De Gea að hæstlaunaðsta markmanni heims.
- Slúður: Diego Godin til United.
- Slúður: Van Gaal mun eyða meira en 100m punda í Strootman, Godin, Hummels og Clyne.
- Van Gaal var hinsvegar allt annað en ánægður með þessar slúðurfréttir.
- Runólfur skrifaði flotta grein um manninn á bakvið tjöldin, Michael Carrick. Hann var hinsvegar ekki sá eini sem ákvað að hrósa honum.
- Fólk er ánægt með David De Gea þessa dagana.
- Squawka hrósar Herrera og Mata.
- Nick Powell er ekki að gera neinar gloríur hjá Leicester City.
- Bearded Genius með stutta grein um kónginn Eric Cantona.
- Gary Neville hrósar Rooney og telur hann betri en Cantona.
- Louis van Gaal er svo þræleðlilegur. Eftir þetta Ajax-feud milli hans og Koeman lét hann byggja hús við hliðina á Koeman á Algarve bara til þess að pirra Koeman!
- Zidane er ansi hrifinn af Gullermo Varela.
- Edward Glazer ætlar að selja hlutabréfin sín í United og fá 28 milljónir punda fyrir þau.
- Og hvað þýðir það að hann ætli að selja þessi bréf?
- United er vinsælasta liðið á samfélagsmiðlunum.
- Meiðslavandræði United hófust langt á undan ráðningu Van Gaal.
- Darren Fletcher talar um veikindi sín í Daily Mail.
- United er kennt um lélegar frammistöður hjá Kagawa.
- Daniel Taylor skrifar um Manchester United og atburðina í Róm árið 2007.
- Bearded Genius skrifaði flotta grein um De Gea og framfarir hans.
- Gary Neville skrifar um unglingastarf úrvalsdeildarliðanna.
- Neville er fyrirferðamikill í þessum lespakka. Hann fór yfir framfarir David de Gea í MNF í gær. Hér er upptaka af því.
Lag vikunnar:
The Storm Before The Calm – Anathema