Þetta eru ekkert sérstaklega fallegar myndir hér fyrir ofan. Hvorug þessara mynda lýsir einhverju sem þeir sem tengjast Manchester United á einhvern hátt geta verið stoltir eða ánægðir með. Umræðan undanfarna viku hefur snúist um það sem þessar myndir sýna og verið eitthvað á þessa leið: David Moyes fékk ekki að eyða næstum því jafn miklu og Louis van Gaal en gerði samt betur. Þetta tíst var líkt ansi mörgum sem fjölmiðlamenn og stuðningsmenn annara liða hafa verið að retweet-a og favorite-a yfir á tímalínuna mína á Twitter undanfarna daga. Ég geri ráð fyrir að þessi umræða magnist bara á næstu dögum eftir leik helgarinnar:
Manchester United off to their worst league start since 1986. Moyes did more with less. Most expensive team in PL history sitting 9th.
— Tom (@FourFourTom) November 2, 2014