Hér er það helsta sem við lásum/hlustuðum/horfðum á í síðustu viku…
Lesefni vikunnar:
- Mark Ogden hjá The Telegraph telur að leikbann Tyler Blackett hafi komið á hárréttum tíma (fyrir hann). Svo fyrir þá sem vilja vita meira um kappann, þá birti Scott Patterson þessa grein um hann á ESPN.
- Ogden skrifaði einnig grein um hvernig United fór að því að sannfæra Di Maria og Falcao að koma til United og svo aðeins um sorgarsögu Anderson hjá United (Ekkert sérstaklega gaman að eiga svarta Anderson treyju inn í skáp þessa dagana!).
- Greg Johnson á ROM skrifaði um sjöuna hjá United og Di Maria.
- Nýjasti ritstjórnarmeðlimur Rauðu djöflanna, Runólfur Trausti, skrifaði þessa fínu grein á fotbolti.net um leikaðferðir Van Gaals.
- Telegraph tók saman sextán hluti sem ævisaga Rio Ferdinand sýndi okkur.
- Daniel Feliciano skrifar um Januzaj og telur hann vera ómissandi fyrir framtíð liðsins.
- Paul Ansorge telur að Herrera og Blind muni koma United aftur í meistaradeildina.
- Van Gaal sagði fréttamönnum að hann láti Ryan Giggs tala við leikmennina fyrir leiki.
- Peter Lim hjálpar Giggs og félögum með Salford City með því að kaupa 50% í félaginu.
- Scott hjá ROM gaf sér tíma til að bera saman leikmenn úr akademíum titilliða á Englandi.
- David Conn hjá The Guardian með gasalega góða grein um umbann Jorge Mendes.
- freebets.org.uk skrifar um varnarvandræðin hjá United.
- Adrian Durham hjá Daily Mail skrifar um dómaraákvarðanir í leikjum United.
- Treyjur með Di Maria og Falcao eru þær vinsælustu þessa stundina.
Myndband vikunnar:
Skemmtileg pallborðsumræða þar sem rætt er við Ryan Giggs, Nicky Butt og Phil Neville..
Lag vikunnar:
The Racing Heart með Katatonia