Hér er það helsta sem við lásum í síðustu viku…
- Tryggvi leit aðeins á þá leikmenn sem gengu til liðs við Manchester United og Maggi tók saman öll leikmannaskiptin í sumar.
- Jamie Wilshaw segir okkur af hverju það var rétt ákvörðun að selja Welbeck til Arsenal.
- Colin Trainor hjá Statsbomb sýnir okkur af hverju honum finnst Di Maria ekki vera kantmaður.
- Mohamed Moallim hjá A Football Report lýsir því hvernig Frank de Boer hefur hjálpað Daley Blind verða hinn „hollenski Philip Lahm“.
- Jamie Carragher með ágætis grein sem rifjar upp snilli Sir Alex Ferguson og af hverju fólk ætti ekki að kenna honum um stöðu United í dag.
- Rene Meulensteen gefur okkur sína hlið á því af hverju hann yfirgaf United þegar David Moyes tók við.
- Daniel Taylor hjá The Guardian veltir fyrir sér liðsuppstillingum eftir kaup sumarsins hjá United .
- James Olley hjá The Independent skrifar um kaup United á Falcao. Síðasta málsgreinin skýrir út hvernig launahækkunin fittar inní FFP.
- Scott Patterson hjá ESPN skrifar leikmannakaup United í sumar.
- Doron Salomon hjá Stretford-end skrifar um ástæður fyrir því að hlutirnir gengu ekki upp hjá Tom Cleverley.
- Jamie Jackson hjá The Guardian fullyrðir að United muni kaupa fleiri leikmenn í janúar.
- Doc Joshi hjá ThePeoplesPerson.com svarar þeim sem segja að þessi leikmannagluggi hafi sannað það að United hafi gefist upp á unglingaakademíunni.
- Marcos Rojo hefur loksins fengið atvinnuleyfi og getur spilað gegn QPR.
Lag vikunnar er svo Cusp Of Eternity með Opeth.